Dagatal að norðan

1. desember 2020

Dagatal að norðan

Barðskirkja í Fljótum - skjáskot

Það eru margir sem eru búnir að undirbúa svokallað jóladagatal. Einn gluggi birtist á tölvuskjá á hverjum degi síðustu vikurnar fyrir jól.

Þau í Skagafirði hafa verið á kafi við að undirbúa skagfirskt jóladagatal.

Í Skagafirði vill svo heppilega til að kirkjurnar eru 24. Og það eru 24 dagar til jóla. Þess vegna lá beint við slá í jóladagatal. Fólki er boðið inn fyrir dyr til að taka þátt í stuttum bænastundum í skagfirskum kirkjum sem eru fallegar og margar hverjar gamlar.

Kirkjan.is spurði prófast þeirra Skagfirðinga, sr. Döllu Þórðardóttur á Miklabæ, nánar út í málið.

„Hver og einn prestur sér um upptökur,“ segir sr. Dalla, „minn upptökumaður er gjaldkeri Flugumýrarsóknar, Hannes Bjarnason og dóttir hans Emilia Kvalvik Hannesdóttir, sem fermdist í haust sér um að klippa efnið og ýmislegt annað tæknilegt.“

Prófasturinn er vel í sveit settur hvað tæknimálin snertir með þetta öndvegislið með sér. Og auðvitað bjarga aðrir klerkar sér líka:

„Sr. Halla Rut á Hofsósi hefur beðið vini og vandamenn um að koma með sér á kirkjurnar til að taka upp en sjálf sér hún um að klippa efnið,“ segir sr. Dalla „og sama gerir sr. Sigríður á Sauðárkróki sem klippir með aðstoð unglingsins á heimilinu en meðhjálparinn hefur tekið upp.“ Hún segir að sr. Gísli í Glaumbæ hafi fengið aðstoð frá kollega, sr. Höllu Rut og tekið upp fyrir hana í staðinn og það sé Bryndís Heiða Gunnarsdóttir sem sjái um að klippa efnið.

Hér eru lykilorðin samvinna og hjálpfýsi.

Gluggadagatal aðventu má sjá hér: Kirkjan í Skagafirði.

Þetta er enn eitt dæmið um að kirkjan heldur ekki að sér höndum í kófinu. Starf kirkjunnar er sýnilegt og sá öflugi hópur starfsmanna og sjálfboðaliða sem hún hefur á að skipa.

Kirkjan er að störfum – og kemur til fólksins.

hsh


Jóladagatal Skagfirðinganna: Flugumýrarkirkja. Hér er það sr. Dalla Þórðardóttir sem opnar glugga í dagatalinu þeirra Skagfirðinga

 

Jóladagatal Skagfirðinganna: Barðskirkja í Fljótum - sr. Gísli Gunnarsson. Síðan koma aðrir prestar og aðrar kirkjur.

 

Sr. Halla Rut Stefánsdóttir í Fellskirkju í Sléttuhlíð, í dag 1. desember 

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Trúin

  • Viðburður

  • Covid-19

Prestar og djáknar 2024

Presta- og djáknastefnan var sett í gær

17. apr. 2024
...í Stykkishólmi
Garðakirkja á Álftanesi - mynd: hsh

Þau sóttu um

17. apr. 2024
...Garðaprestakall
Sr. Guðmundur og sr. Guðrún.jpg - mynd

Fyrri umferð biskupskosninga lokið

16. apr. 2024
...kosið verður á milli sr. Guðmundar Karls og sr. Guðrúnar