Dagatalið sýnir líka mannauð

1. desember 2020

Dagatalið sýnir líka mannauð

Jóladagatalið hefur eftirvæntingu sem stef - skjáskot

„Við erum bara öll mjög ánægð með útkomuna,“ segir sr. Sindri Geir Óskarsson þegar kirkjan.is spurði hann út í jóladagtal þeirra á Norðausturlandi sem þau í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi hafa unnið að.

Hugmynd um jóladagatal spratt upp á fundum presta en þeir hafa verið haldnir á Zoom undanfarnar vikur og mánuði. Sr. Sindri Geir segir að þetta sérstaka kórónuveiruástand hafi þjappað prestunum og starfsfólkinu vel saman og starfsandinn sé jákvæður og skemmtilegur.

„Prestar senda innslög, eitt eða tvö, úr sínum söfnuðum,“ segir sr. Sindri Geir, „þetta eru innslög með kirkjufólki, hinu almenna fólki úti í söfnuðinum, mannauðnum í kirkjunni á Norðurlandi.“

Sr. Sindri Geir segir að þau prestarnir ætli að láta lítið fyrir sér fara.

Einn myndbandsgluggi opnast á hverjum degi og þar má sjá innslög sem eru ýmist frásagnir, jólasaga, söngur og sitthvað fleira. „Þau eru mjög fjölbreytileg,“ segir sr. Sindri Geir, „tema þeirra er eftirvænting.“

Þorvaldur Örn Davíðsson, organisti, á heiðurinn af upphafsstefi þáttanna sem og öðrum stefjum sem notuð verða í aðventudagatalinu. 

Það er sr. Sindri Geir sem heldur utan um þetta verkefni ásamt sr. Jóhönnu Gísladóttur. Þau klippa efnið og koma því yfir á Facebókarsíður kirknanna.

hsh

  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Trúin

  • Útgáfa

  • Covid-19

Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall
Skálholtshátíð 2.jpg - mynd

Skálholtshátíð kallar með gleði í tali, göngu og tónum

18. júl. 2025
Framundan er þétt og glæsileg dagskrá Skálholtshátíðar sem stendur fram á sunnudag.
Margrét Rut Valdimarsdóttir

Margrét Rut Valdimarsdóttir ráðin

11. júl. 2025
...prestur í Húnavatnsprestakalli