Jóladagatal að austan

2. desember 2020

Jóladagatal að austan

Austfirðingar leggja sitt af mörkum - skjáskot

Það er kraftur í jóladagatalagerð kirkjunnar og fjölbreytni þeirra er mikil. Þrjú prófastsdæmi hafa sent frá sér jóladagatal, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmin, Kjalarnessprófastsdæmi og nú Austurlandsprófastsdæmi.

Ljóst er að grasrót kirkjunnar er öflug og þar er engan uppgjafatón að heyra þótt kórónuveiran trufli starf kirkjunnar eins og margt annað í samfélaginu. Grasrótin finnur sér alltaf nýjar leiðir og hugvæmnin er mikil. 

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, prófastur í Austurlandsprófastsdæmi, mætir áhorfanda í fyrsta glugga og segir aðeins frá dagatalinu. Hún segir það vera andlegt ferðalag fyrir sálina og að dagatalinu standi prestar á Austurlandi og fleiri. Heiðurinn að uppsetningu þess á Berglind Hönnudóttir en hún er starfsmaður prófastsdæmisins.

Lagið sem er flutt í byrjun er eftir Sigríði Laufeyju Sigurjónsdóttur og það er barnakór Hjaltastaðarkirkju sem flytur. Takið og eftir boðskapnum í hinni fallegu og stuttu sögu sem prófasturinn segir í lokin þar sem fjallað er um hvað eitt snjókorn er þungt.

Síðan rekur hver dagurinn annan eins og vera ber í jóladagatali og gaman verður að fylgjast með því.

Í öðrum glugga, 2. desember, er það sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sem heldur utan um stundina - og Berglind Ósk Agnarsdóttir sér um tónlistina. 

Jóladagatal Austfirðinga er birt á austurkirkjan.is, Facebókarsíðum kirknanna í prófastsdæminu, presta og starfsfólks - og eflaust fleiri.

hsh


  • Frétt

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Covid-19

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju