Já, þau streyma...

7. desember 2020

Já, þau streyma...

Grenjaðarstaðakirkja - Arnþór Þorsteinsson og Jónas Þór Viðarsson - einstaklega góðir tónlistarmenn - skjáskot

Streymi kirknanna var mjög öflugt í liðinni viku. Munar þar mestu um jóladagatöl sem margar kirkjur og prófastsdæmi tóku höndum saman um og sendu út. Þá hafa sumar verið með síðdegis- eða morgunstundir, til dæmis Kópavogskirkja. Allt mjög fjölbreytilegt efni og hið uppbyggilegasta.

En helgistundir, guðsþjónustustundir, bænastundir, tónlistarstundir og sunnudagaskólastundir, voru fjölmargar um helgina venju samkvæmt enda þótt þær hafi ekki náð fjölda stundanna um síðustu helgi, 1. sunnudag í aðventu.

Það er Facebók sem er lykillinn að því að fleyta stundunum áfram til fólksins enda þótt sumar séu líka á heimasíðum kirknanna. En Facebók er samkomutorgið og nær til flestra. Miðja líðandi stundar á kórónuveirutíð. Þess vegna ættu allir söfnuðir að koma sér upp öflugum og virkum Facebókar-síðum.

Stundirnar sem renna má augum yfir hér að neðan eru nú 36 að tölu. Jóladagatalastundir eru ekki með þó einhver hafi slæðst með enda væri það býsna þungt í vöfum þar sem um daglega stundir er að ræða.

Þetta er ekki tæmandi upptalning á kirkjustreymi né kirkjustundum í öðru formi. Allar ábendingar um ógetið streymi um helgina eru vel þegnar. Eins og oft áður er ekki hægt að fella hér inn streymi frá sumum kirkjum beint í mynd og er þar um einhver tæknileg atriði sem þær þyrftu að huga að á Facebókarsíðum sínum eða að láta frettir@kirkjan.is vita hvernig skuli bera sig við það. En með því hins vegar að slá á upplýstu heitin LandakirkjaLjósastund AusfjarðaprestakallsMelstaðarprestakallkoma síður þeirra upp og hægt er að horfa á stundirnar og hlusta.

Þá skal enn minnt á hina músíkölsku róbóta sem Facebók hefur í þjónustu sinni allan sólarhringinn en þeir greina tónlistina og gæta lögvarinna réttinda höfunda með því að bregða fæti fyrir afritun. Hjá nokkrum kirkjum var flutningur stunda bundinn tímamörkum og „sýningu“ því lokið (This premiere video has ended) er kirkjan.is hugðist hlusta og horfa.

Það sem mestu máli skiptir er að allt starfsfólk kirkjunnar á akrinum hefur brugðist við af krafti við hinum breyttu aðstæðum og lætur ekkert stöðva sig.

Streymiskirkjan
Hallgrímskirkja, Árbæjarkirkja (sunnudagaskóli), Hrunaprestakall, Lindakirkja (sunnudagaskóli), Kópavogskirkja (sunnudagaskóli), Víðistaðakirkja (helgistund), Aðventustund í Núpskirkju, Digraneskirkja og Hjallakirkja (aðventustund), Hóladómkirkja, Háteigskirkja (helgistund), Neskirkja, Sauðárkrókskirkja, Grenjaðarstaður, aðventustund, Barnastarf kirkjunnar (Vídalínskirkja), Aðventustund barnanna (Laugarneskirkja - samstarfsverkefni nokkurra kirkna), Skútustaðaprestakall (Reykjahlíðarkirkja), Helgistund úr Vídalínskirkju, Grafarvogskirkja (sunnudagaskóli), Seltjarnarneskirkja, Fossvogsprestakall (Bústaðakirkja/Grensáskirkja, aðventustund), Breiðholtskirkja, Þorlákshafnarkirkja, Garða- og Saurbæjarprestakall, sr. Karl Sigurbjörnsson, Guðríðarkirkja, Stykkishólmskirkja, Grundarfjarðarkirkja, Hríseyjarkirkja (Dalvíkurprestakall), Ísafjarðarkirkja, Egilsstaðaprestakall, Alþjóðlegi söfnuðurinn, Fella- og Hólakirkja (aðventukvöld), Keflavíkurkirkja, Áskirkja, Selfosskirkja, Aðventustund í Tjarnaprestakalli, Skagastrandarprestakall, Lágafellskirkja, Ólafsfjarðarkirkja

hsh

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju