Eftir áramót

15. desember 2020

Eftir áramót

Dómkirkjan og Alþingishúsið kallast á

Stundum er spurt að því hvað líði frumvarpinu um þjóðkirkjuna sem vonir stóðu til að samþykkt yrði fyrir jól. Kirkjuþing samþykkti málið einum rómi í haust.

Málið er á þingmálaskrá 151. löggjafarþings 2020-2021. 

Alþingi fer í jólafrí 17. desember n.k. 

Kirkjan.is hefur skoðað heimasíðu Alþingis og ekki séð frumvarpið og spurðist því fyrir um það í þinginu.

Frumvarpið hefur ekki enn verið lagt fyrir en hér má sjá lista yfir frumvörp sem lögð hafa verið fram og eru komin til umræðu.

Greiðvikinn starfsmaður þingsins benti fyrirspyrjanda að leita til dómsmálaráðuneytisins hvað og kirkjan.is gerði.

Dómsmálaráðuneytið upplýsti að ekki hefði náðst að leggja frumvarpið fram fyrir jól en það yrði gert fljótlega eftir áramót.

Frumvarpsdrögin eru í Samráðsgátt og hafa fjórar umsagnir borist.

Kirkjuþing samþykkti málið
Tillaga til þingsályktunar um frumvarp til laga um þjóðkirkjuna var samþykkt samhljóða af öllum nefndum kirkjuþings í september s.l. og síðan samþykkti kirkjuþing málið einnig samljóða.

„Kirkjuþing 2020-2021 beinir þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að flutt verði eftirfarandi frumvarp til þjóðkirkjulaga, sbr. 3. mgr. 23. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum.“

Um er að ræða frumvarp til laga um þjóðkirkjuna (heildarlög). Samþykki Alþingi frumvarpið þá falla úr gildi við gildistöku hinna nýju laga lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, með síðari breytingum.

hsh


  • Menning

  • Samfélag

  • Þing

  • Frétt

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.