Fjórða aðventustreymið

21. desember 2020

Fjórða aðventustreymið

Aðventustund í Brautarholtskirkju á Kjalarnesi - skjáskot

Nú er aðventan senn að baki. Kirkjan.is hefur að undanförnu farið yfir streymi frá kirkjum um aðventuna og birt flest af því. Það er ótrúlega fjölbreytileg efni og gott. Streymið sýnir að söfnuðir hafa brugðist hratt og örugglega við breyttum aðstæðum. Segja má að efnið sé vandað og uppbyggilegt. Starfsfólk safnaðanna hefur öðlast mikla færni í meðferð á tækjum og tólum, og sýnt mikla leikhæfileika. Óhætt er að fullyrða að kirkjan búi yfir miklu mannkostafólki í þjónustu sinni. Kórónuveiruástandið hefur laðað fram athyglisverða hæfileika og frumleika. 

RÚV útvarpaði og sjónvarpaði guðsþjónustu frá Grafarvogskirkju

Þetta er ekki tæmandi upptalning á kirkjustreymi né kirkjustundum í öðru formi. Allar ábendingar um ógetið streymi um helgina eru vel þegnar. Eins og oft áður er ekki hægt að fella hér inn streymi frá sumum kirkjum beint í mynd og er þar um einhver tæknileg atriði sem þær þyrftu að huga að á Facebókarsíðum sínum eða að láta frettir@kirkjan.is vita hvernig skuli bera sig við það. Svo er hið tónelska vélmenni Facebook að störfum og lokar umsvifalaust fyrir fleytingu á efni þó ekki heyrist nema í bakgrunni lag sungið eða leikið sem ekki hefur verið fengið leyfi fyrir. 

Í þetta sinn eru stundirnar alls 30 og af ýmsu tagi. 

Streymiskirkjan
Grindavíkurkirkja, Hóladómkirkja, Stund með sr. Karli Sigurbjörnssyni, Þingeyrarprestakall, Laufásprestakall (Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi), Skútustaðaprestakall, Breiðholtskirkja, Fella- og Hólakirkja, Árbæjarkirkja, Lindakirkja, Kópavogskirkja, Áskirkja, Seltjarnarneskirkja, Bústaðakirkja, Guðríðarkirkja, Vídalínskirkja, Grundarfjarðarkirkja, Egilsstaðaprestakall, Glerárkirkja, Seljakirkja, Kirkjan í Skagafirði (Löngumýrarkapella), Þorlákshafnarprestakall, Selfosskirkja, Garða- og Saurbæjarprestakall, Borgarneskirkja, Brautarholtskirkja, Ástjarnarkirkja, Skagastrandaprestakall

hsh

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  • Frétt

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Covid-19

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju