Þrettán verkefni styrkt

21. desember 2020

Þrettán verkefni styrkt

Styrkjaúthlutun er vandaverk og mörg eru sjónarhornin – þetta er sjónarhorn til orgels í Skálholtsdómkirkju – eitt af mörgum

Úhlutað var styrkjum úr Tónmenntasjóði kirkjunnar nú í desember. Kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir formlega athöfn þar sem niðurstaða hefði verið kynnt eins og venja hefur verið. 

Þetta var síðasta úthlutun sjóðsins, sem verður nú lagður niður, en annar sjóður stofnaður í hans stað í upphafi nýs árs. Sá sjóður mun hafa víðtækan tilgang til að efla kirkjutónlist og er samstarfsverkefni STEF‘s, þjóðkirkjunnar og kristinna kirkjudeilda sem greiða réttindagjöld fyrir afnot af tónlist í helgihaldi sínu. Hinn nýi sjóður mun sennilega heita Tónlistarsjóður þjóðkirkjunnar og STEF´s og er þess vænst að hann verði mun öflugri en hinn eldri sjóður. 

Í ár bárust 35 umsóknir um styrki. Úthlutað var 3,3 milljónum króna til þrettán verkefna.

Styrkþegar og verkefni þeirra:
1. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson: Nótnasetning og útgáfa á jólasöngleiknum „Stjarnan í austri,“ eftir norska söngvaskáldið Geirr Lystrup. Aðalsteinn Ásberg hefur þýtt söngtextana.
2. Agent Fresco: Plötuútgáfa hljómsveitarinnar á verkum fyrir rokkhljómsveit, orgel og hljómrými Hallgrímskirkju
3. Auður Guðjohnsen: Hljóðritun á kirkjulegum kórverkum Auðar.
4. Björgvin Þ. Valdimarsson: Útgáfa nótnabókar með jólalögum Björgvins.
5. Finnur Karlsson: Jólalag samið fyrir barnakór íslenska safnaðarins í Kaupmannahöfn
6. Helgi Rafn Ingvarsson og Guðný Einarsdóttir: Útgáfa jólaplötu, Harmoníum jól, m.a. með nýju lagi Helga Rafns í flutningi Kordíu, kórs Háteigskirkju
7. Hljómeyki: Pöntun tónverks, Syngið Drottni nýjan söng, hjá Báru Grímsdóttur til flutnings í Skálholti 2021
8. Hreiðar Ingi Þorsteinsson og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð: Pöntun á 5 örtónverkum fyrir kórinn, við trúarljóð Matthíasar Johannessen hjá Elínu Gunnlaugsdóttur
9. Listvinafélag Hallgrímskirkju: Óratoría út frá guðspjalli Maríu Magdalenu, pöntun verksins hjá Huga Guðmundssyni, tónskáldi
10. Lýður Árnason: Popsöngleikur um píslarsögu Krists. Útsetningar og nótnasetning á kórköflum til hljóðritunar.
11. Þórunn Gréta Sigurðardóttir og Davíð Þór Jónsson: Tónverk við trúarljóð Davíðs Þórs „Allt uns festing brestur“.
12. Vigdís Linda Jack: Sálmakynning á netinu. Hljóðritun söngkvartetts og orgels á sálmum sálmabókar.
13. Örn Ýmir Arason: Tónverk og dansverkið Skuggsjá, samið fyrir orgel og danshóp.

Stjórn Tónmenntasjóðs kirkjunnar skipa þau:

Hildigunnur Rúnarsdóttir, fulltrúi STEF´s
Hrafn Andrés Harðarson, fulltrúi RSÍ
Margrét Bóasdóttir, fulltrúi Menntamálaráðuneytis.

hsh


  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Viðburður

  • List og kirkja

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju