Bænavikan

16. janúar 2021

Bænavikan

Prestar og lesarar sem komu að þjónustunni

Alþjóðlega bænavikan, eða samkirkjuleg bænavika, hefst formlega mánudaginn 18. janúar. Í tilefni hennar verður útvarpað á morgun guðsþjónustu í Ríkisútvarpinu kl. 11.00 á rás 1 sem Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga hefur veg og vanda af. 

Bænavikunni lýkur 25. janúar n.k.

Kirkjan.is var á vettvangi þegar guðsþjónustan var tekin upp í Grensáskirkju. Þátttakendur í henni eru frá ýmsum kristnum trúfélögum en það er vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Björnsson, sem prédikar. Fyrir altari þjónuðu þær sr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir og Magnesa Sverrisdóttir, djákni. Lesarar komu frá Hjálpræðishernum, Ingvi Kristinn Skjaldarson; kaþólsku kirkjunni, dr. Jacob Roland; Óháða söfnuðinum, sr. Pétur Þorsteinsson, Aðventkirkjunni, dr. Eric Guðmundsson; Fíladelfíu, Helgi Guðnason; og Íslensku Kristskirkjunni, Lísa María Jónsdóttir.

Eins og svo margt annað mótast bænavikan af kórónuveirufaraldrinum. Öll þau sem tóku þátt í guðsþjónustunni höfðu góða tvo metra á milli sín og flest báru þau grímur.

Það var léttur andi sem sveif yfir hópnum í Grensáskirkju og mikill samhugur sem ríkti þar í anda bænavikunnar.

Heimsráð kirkna og kaþólska kirkjan hafa staðið í sameiningu að útgáfu á efni sem notað er í bænavikunni um allan heim.

Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga skipuleggur bænavikuna en hún var sett á laggirnar árið 1979. Níu kristin trúfélög taka þátt í starfi nefndarinnar. Formaður nefndarinnar er dr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir.

Fulltrúar í Samstarfsnefndinni
Aðventkirkjan: dr. Eric Guðmundsson
Fíladelfía: Helgi Guðnason, forstöðumaður
Hjálpræðisherinn: Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksleiðtogi
Íslenska Kristskirkjan: Ólafur H. Knútsson, safnaðarprestur
Kaþólska kirkjan: dr. Jakob Rolland
Óháði söfnuðurinn: sr. Pétur Þorsteinsson
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan: sr. Timur Zolotuskiy
Betanía: Magnús Gunnarsson, pastor
Þjóðkirkjan: dr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir og Magnea Sverrisdóttir, djákni.

Dagskrá bænavikunnar fer fram á youtube rásinni: Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga

 


Þau komu öll að þjónustu í samkirkjulegu guðsþjónustunni


Ungir fiðlarar frá Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík léku forspil og eftirspil. Ásta Haraldsdóttir lék á orgel og kór Grensáskirkju söng.

hsh

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Covid-19

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju