Kirkju breytt

17. janúar 2021

Kirkju breytt

Hjúkrunarfræðingur að störfum í dómkirkjunni í Salisbury

Eins og kunnugt er standa Bretar illa í baráttunni við kórónuveiruna og hafa þurft að grípa til harðra aðgerða.

Bólusetning gegn veirunni er hafin þar í landi eins og svo víða.

Húsnæði til bólusetningar þarf að vera rúmgott og hafa margs konar hús verið nýtt til þessa.

Hin glæsilega og sögufræga dómkirkja í Salisbury í Wiltshire hefur nú verið breytt um stundarsakir í bólusetningarmiðstöð. Presturinn þar er í skýjunum og segir að enginn geti fengið fegurra umhverfi til bólusetningar en þau sem koma í Salisbury-dómkirkjuna. Meðan fólkið bíður í röð er leikið á orgel kirkjunnar. Um þetta má lesa nánar í The Telegraph og horfa á myndband sem fylgir fréttinni - og hér fyrir neðan.

Á þriðja þúsund bólusetningamiðstöðva verða í Bretlandi þegar bólusetning verður komin á fullt skrið.

Hver veit nema einhverjar kirkjur hér verði nýttar í þessu skyni þegar til fjöldabólusetningar kemur.

The Telegraph og blaðútgáfa The Sunday Telegraph / hsh


  • Erlend frétt

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Covid-19

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju