Sérþjónustuprestsstarf laust

3. febrúar 2021

Sérþjónustuprestsstarf laust

Breiðholtskirkja - miðstöð þjónustu kirkjunnar við innflytjendur

Biskup Íslands auglýsir eftir presti í aukna prestsþjónustu við innflytjendur á Íslandi. Starfið er eitt af störfum sérþjónustupresta þjóðkirkjunnar og lýtur tilsjón prófasts Reykjavíkurprófastsdæmis vestra.

Starfsstöð er í Reykjavík en starfinu geta fylgt ferðalög innanlands.

Um er að ræða tímabundið starf til 31. desember 2021 og er miðað við að viðkomandi hefji störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 11. febrúar 2021.

Starfssvið
Um er að ræða mjög fjölbreytt og margþætt verkefni og reynir því mjög á skipulagshæfni og samskiptahæfileika. Sérþjónustuprestur við innflytjendur mun þjóna stórum hópi útlendinga á Íslandi, svo sem hælisleitendum, flóttafólki og innflytjendum í nánu samstarfi við starfandi prest innflytjenda. Undir starfið fellur einnig ýmiskonar tengd, kirkjuleg þjónusta við kirkjuna skv. nánari ákvörðun biskups.
Hæfniskröfur 
* Gerð er krafa um cand. theol.- eða mag. theol.- próf eða sambærilega menntun.
* Æskilegt er að viðkomandi hafi tekið vígslu og hafi haldgóða reynslu af prestsþjónustu.
* Reynsla af þjónustu við innflytjendur, hælisleitendur og flóttafólk.
* Reynsla af erlendum samskiptum á sviði kirkjumála.
* Framúskarandi hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
* Mjög góð tungumálakunnátta.
* Mikil skipulagsfærni.
* Frumkvæði og sjálfstæði.
* Vilji og sveigjanleiki til að taka að sér önnur tilfallandi tengd verkefni.

Um starfið gilda lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, starfsreglur er kirkjuþing setur og samþykktir um innri málefni kirkjunnar. Er einkum vísað til starfsreglna um presta.

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.

Nánari upplýsingar, t.d. um starfskjör og helstu lög og reglur sem um starfið gilda eru veittar hjá sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, prófasti Reykjavíkurprófastsdæmis vestra og á Biskupsstofu, s. 528 4000, eða mannaudur@biskup.is.

Sjá nánar hér.

hsh


  • Biskup

  • Frétt

  • Samfélag

  • Starf

  • Auglýsing

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju