Kirkjan fer af stað

13. febrúar 2021

Kirkjan fer af stað

Kirkjan stígur fram á völl af öryggi og með aðgát - allar umferðareglur sóttvarna virtar sem fyrr - víða verður messað meðal annars í Ástjarnarkirkju við Kirkjuvelli - annars eru kirkjuvellirnir margir!

Það verða á vissan hátt tímamót í kirkjustarfi nú um helgina. 

Kirkjan þokast smám saman úr netheimum og yfir í raunheima. Engu að síður munu kirkjur halda áfram að streyma efni og eru lesendur hvattir til að gefa því gaum.

Ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tók gildi síðastliðinn mánudag, 8. febrúar og gildistími hennar nær til 3. mars.

Það sem mestu máli skiptir fyrir kirkjustarfið er að nú er heimilt að 150 manns komi saman í athafnir í kirkjunum. Það er ekki lítið í ljósi aðstæðna að undantekning fer úr 20 í 150. Enda hafa kirkjur tekið kipp og auglýsa nú helgihald á morgun.

Messuauglýsingadálkur Morgunblaðsins á laugardögum hefur verið ögn rýr síðustu mánuði en tútnaði heldur betur út í laugardagblaðinu 13. febrúar. Sá dálkur segir að sjálfsögðu ekki allt því að ekki auglýsa allar kirkjur þar heldur notast þær við aðrar leiðir.

Það þarf ekki að taka það fram en að sjálfsögðu verður allra sóttvarnareglna gætt mjög svo vel sem áður. Ekki má gleyma því að enda þótt ríkislögreglustjóri hafi fært nýverið almannavarnastig úr neyðarstigi, sem lýst var í október í fyrra vegna þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins, niður á hættustig þá gilda auðvitað opinberar sóttvarnaráðstafanir áfram.

hsh

Eins og sjá má tekur kirkjan kipp í auglýsingadálkinum sem minnst er á í fréttinni (skjáskot)


  • Frétt

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Trúin

  • Covid-19

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju