Prestastefna boðuð

2. mars 2021

Prestastefna boðuð

Prestastefna 2021 verður í Reykjavík

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur boðað til prestastefnu dagana 13.- 15. apríl n.k.

Í fyrra var prestastefna felld niður vegna kórónuveirufaraldursins.

Ýtarleg dagskrá prestastefnunnar verður send út síðan en megin umfjöllunarefni prestastefnunnar verður skírnin.

„Skírnin er einnig á dagskrá í nágrannakirkjum okkar, þar sem svo virðist sem skírnum sé að fækka, líkt og hér hjá okkur“, segir biskup í bréfi til samstarfsfólks síns.

Biskup biður presta jafnframt að kynna sér þrjú málþing sem haldin verða á netinu í aðdraganda prestastefnu. Þá æskir biskup þess að samstarfsfólk hennar taki þátt í tveimur málþingum sem verða eftir að prestastefnu lýkur.

Kirkjan.is mun greina nánar síðar frá prestastefnunni.

Í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 1997 nr. 78 26. maí, segir þetta um prestastefnu í 28. gr.:

Prestastefna
Biskup Íslands boðar til almennrar prestastefnu og er forseti hennar. Á prestastefnu eiga setu og atkvæðisrétt vígslubiskupar og allir starfandi þjóðkirkjuprestar skv. 33. gr., svo og fastir kennarar guðfræðideildar Háskóla Íslands með guðfræðimenntun og guðfræðingar sem gegna föstum störfum á vegum þjóðkirkjunnar. Aðrir prestar og guðfræðingar eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti enda séu þeir innan safnaða er starfa á játningargrundvelli evangelísk-lúterskrar kirkju. Á prestastefnu skal fjalla um málefni prestastéttarinnar, svo og önnur kirkjuleg málefni. Prestastefna hefur tillögu- og umsagnarrétt um mál er varða kenningu kirkjunnar og helgisiði og annars heyra undir biskup og kirkjuþing, sbr. 10., 11. og 20. gr.

Þótt ekki sé getið hér um djákna þá sækja þeir einnig prestastefnu - þeir eru hluti hinnar vígðu þjónustu kirkjunnar - eða eins og segir í innri samþykktum þjóðkirkjunnar: „Hin vígða þjónusta er ein þótt mismunur sé á verkefnum og umboði biskups, prests og djákna.“

hsh

 


  • Frétt

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Þing

  • Trúin

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju