Bænastarf kvenna

17. mars 2021

Bænastarf kvenna

Hluti úr mynd eftir eina þekktustu listakonu Vanúatú, Juliette Pita

Alþjóðlegur bænadagur kvenna verður haldinn næstkomandi föstudag 19. mars í Háteigskirkju og hefst dagskráin kl. 18.00.

Það er undirbúningshópur Bænadags kvenna sem hefur haft veg og vanda af dagskránni. Í hópnum eru nokkrar konur úr hverju kristnu trúfélagi sem taka þátt í verkefninu en þau eru svo dæmi séu tekin þjóðkirkjan, Hvítasunnusöfnuðurinn, Óháði söfnuðurinn, Kaþólska kirkjan, Fríkirkjurnar í Reykjavík og Hafnarfirði og Hjálpræðisherinn. Þessar konur funda, skipta með sér verkum í kringum bænadaginn.

Kvennakórinn Ljósbrot syngur í bænastundinni undir stjórn Keith Reed.

Það eru konur úr undirbúningshópnum sem flytja frásögur kvennanna frá Vanúatú í bænastundinni.

Fé verður safnað með rafrænum hætti, gefið verður upp reikningsnúmer hjá samtökum um Bænadaginn. Séð verður til þess að féð komist í hendur kvennanna í Vanúatú.

Á Feisbókarsíðu Alþjóðabænadags kvenna  stendur að dagurinn sé haldinn fyrsta föstudag í mars ár hvert í yfir 170 löndum. Nú er hann haldinn þriðja föstudag í mars og er það vegna kórónuveirufaraldursins. En samkomur verða um allt land!

Þann 8. mars 1935 var Alþjóðlegur bænadagur kvenna fyrst haldinn hérlendis og þá á vegum Kristniboðsfélags kvenna en frá árinu 1959 hefur hann verið árviss viðburður, í rúm 60 ár. Fyrstu þrjá áratugina var bænadagurinn í umsjá Hjálpræðisherskvenna. Árið 1964 hafði sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir forystu að því að kalla saman samkirkjulegan hóp kvenna til að undirbúa bænadaginn og hefur verið svo æ síðan, í 57 ár.
Hvað er Vanúatú?
Eyríki í Suður-Kyrrahafi með tæplega þrjú hundruð þúsund íbúum. Rúmlega 80% íbúa Vanúatú eru kristinnar trúar. Eyjarnar voru nýlendur Frakka og Englendinga og fengu sjálfstæði 1980.
hsh















  • Fræðsla

  • Frétt

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju