Ársuppgjör 2020

18. mars 2021

Ársuppgjör 2020

Þjóðkirkjan stendur á merkilegum og spennandi tímamótum á samleið sinni með íslensku þjóðinni. Með viðbótarsamningi ríkis og kirkju frá 6. september 2019, hefur fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar aukist til muna og forræði yfir innri málum og þá sérstaklega starfsmannamálum. Þær breytingar sem í viðbótarsamningnum felast gefa kirkjunni tækifæri til að marka stefnu til framtíðar með auknum sveigjanleika og forræði á eigin málum.

Á þeim vegamótum var óhjákvæmilegt að fara í endurskipulagningu í rekstri þjóðkirkjunnar sem birtist í ársuppgjöri 2020.

----------

Ársreikningur Þjóðkirkjunnar – Biskupsstofu 2020 hefur verið samþykktur á 60. kirkjuþingi 2020 -2021. Rekstrarhalli reikningsins er 654 milljónir. Niðurstaða ársreikningsins helgast fyrst og fremst af einskiptis fjárhagsaðgerðum í efnahagsreikningi eða um helmingur hallans.

Viðamikil endurskipulagning á reksti kirkjunnar er ein helsta skýring þessarar niðurstöðu ársreikningsins. Sala eigna sem voru of hátt bókfærðar mynda sölutap sem einnig er megin ástæða stöðunnar.

Þess má einnig geta að allt frá efnahagshruninu hefur verið viðvarandi skerðing á sóknargjöldum til þjóðkirkjunnar sem hefur leitt til mikils rekstrarvanda varðandi viðhald fasteigna kirkjunnar. Í þessu uppgjöri er sá klafi afar þungur eða um fjórðungur.
Launahækkanir presta og starfsfólks kirkjunnar árið 2020 urðu samtals um 6,5%. Í viðaukasamningi ríkis og kirkju sem tók gildi 1. janúar 2020 er kveðið á um að við útreikning launaforsendna skuli taka mið af meðaltali kjarasamningsbundinna hækkana hjá Bandalagi háskólamanna (BHM). Við þann útreikning skulu 9/10 af greiðslu ríkisins teljast vera vegna launakostnaðar og 1/10 vegna annars kostnaðar. Umrædd vísitala er reiknuð út um áramót og ekkert í samkomulaginu sem skyldar ríkið að bæta kirkjunni hækkanir liðins árs. Ríkið skilar kirkjunni ekki fjárhæð til að standa straum að launahækkunum umliðins árs, sem er nú árið í fyrra, 2020. Vísitalan verður að líkindum notuð við útreikning og gerð fjárlagafrumvarps vegna ársins 2022. Niðurstaðan er sú að þarna vantar upp á vel á annað hundrað milljóna króna, vegna ársins 2020 og trúlegt að einnig muni skorta upp á fjármagn vegna hugsanlegra hækkana á yfirstandandi ári. Þessi mismunur myndi vera rúmlega fimmtungur af rekstrarhalla ársins 2020.

Óskað verður eftir fundi með stjórnvöldum varðandi þetta uppgjör. Forseti kirkjuþings, framkvæmdastjóri kirkjuráðs og skrifstofustjóri Biskupsstofu ásamt formanni fjárhagsnefndar kirkjuþings hefur verið falið að fylgja málinu eftir.

----------

Eiginfjárstaða kirkjunnar er sterk og fjárstreymi hennar tryggt. Hrein eign kirkjunnar er 4.136,7 millj. við lok ársins 2020.

Ársuppgjör ársins 2020 mun ekki hafa áhrif á þjónustu þjóðkirkjunnar við íbúa landsins. Fyrir liggur þó að draga verður úr rekstrarkostnaði.

Jafnvægi í rekstri þjóðkirkjunnar verður náð á árinu 2023 samkvæmt áætlun.


  • Samfélag

  • Starf

  • Þing

  • Biskup

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir á biskupssofu

Fyrsti vinnudagurinn annasamur

01. júl. 2024
...hjá nýjum biskupi Íslands
For hope and future.jpg - mynd

Hjálparstarf Lútherska heimssambandsins gríðarlega mikilvægt

01. júl. 2024
...varaforseti skrifar um hjálparstarfið