Vorstefna í einn dag

3. apríl 2021

Vorstefna í einn dag

Skírn er mjög til umfjöllunar meðal kirknanna á Norðurlöndum - hún verður meginstef presta- og djáknastefnu - skírnarfontur Áskirkju

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur boðað til presta- og djáknastefnu miðvikudaginn 14. apríl n.k. Stefnan verður rafræn og stendur yfir frá kl. 13.00 til 16.00. Mun dr. Harald Hegstad flytja fyrirlestur um skírnina. Þessi dagskrárliður var á stefnuninni sem halda átti nú í apríl en var frestað.

Presta- og djáknastefna var síðast haldin í Áskirkju í Reykjavík árið 2019. 

Dagskrá hinnar rafrænu presta- og djáknastefnu
13.00 Prófessor Harald Hegstad, dr. theol., flytur fyrirlestur sinn um skírnina
14.00 Samtal um skírnina við dr. Hegstad, spurningar og svör
15.00 Önnur mál
• Þjónusta kirkjunnar á tímum heimsfaraldurs
• Líðan presta
• Prestastefna í sumarlok
16:00 Fundarlok

Hefðbundin presta- og djáknastefna verður svo 31. ágúst til 2. september.

hsh


Dr. Harald Hegstad er prófessor í trúfræði og praktískri kirkjufræði við MF-guðfræðiháskólann í Ósló. Hann hefur flutt fyrirlestra víða og meðal annars hér á landi. Eftir dr. Hegstad liggur fjöldi bóka og tímaritsgreina um guðfræðileg efni.


  • Covid-19

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Biskup

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju