Vorstefna í einn dag

3. apríl 2021

Vorstefna í einn dag

Skírn er mjög til umfjöllunar meðal kirknanna á Norðurlöndum - hún verður meginstef presta- og djáknastefnu - skírnarfontur Áskirkju

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur boðað til presta- og djáknastefnu miðvikudaginn 14. apríl n.k. Stefnan verður rafræn og stendur yfir frá kl. 13.00 til 16.00. Mun dr. Harald Hegstad flytja fyrirlestur um skírnina. Þessi dagskrárliður var á stefnuninni sem halda átti nú í apríl en var frestað.

Presta- og djáknastefna var síðast haldin í Áskirkju í Reykjavík árið 2019. 

Dagskrá hinnar rafrænu presta- og djáknastefnu
13.00 Prófessor Harald Hegstad, dr. theol., flytur fyrirlestur sinn um skírnina
14.00 Samtal um skírnina við dr. Hegstad, spurningar og svör
15.00 Önnur mál
• Þjónusta kirkjunnar á tímum heimsfaraldurs
• Líðan presta
• Prestastefna í sumarlok
16:00 Fundarlok

Hefðbundin presta- og djáknastefna verður svo 31. ágúst til 2. september.

hsh


Dr. Harald Hegstad er prófessor í trúfræði og praktískri kirkjufræði við MF-guðfræðiháskólann í Ósló. Hann hefur flutt fyrirlestra víða og meðal annars hér á landi. Eftir dr. Hegstad liggur fjöldi bóka og tímaritsgreina um guðfræðileg efni.


  • Covid-19

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Biskup

garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall
Skálholtshátíð 2.jpg - mynd

Skálholtshátíð kallar með gleði í tali, göngu og tónum

18. júl. 2025
Framundan er þétt og glæsileg dagskrá Skálholtshátíðar sem stendur fram á sunnudag.