Gleðilegt sumar!

21. apríl 2021

Gleðilegt sumar!

Sumar í Skálholti, kaffi og kleina - mynd eftir Ósk Laufdal

Það fer vel á því að kirkjan.is óski lesendum sínum gleðilegs sumars með mynd sem prýðir vegg veitingasölunnar í Skálholti. Nú stendur þar yfir listsýning undir heitinu Ó, blessuð vertu sumarsól. Undirtitill hennar er: Íslenskir listþræðir. Listaverkin eru misstór og unnin með ýmsum efnum. Það eru fimmtán myndlistarmenn sem leggja fram verk sín til þessarar fallegu sýningar. Myndlistarfólkið býr víða um land, og sum þeirra í útlöndum eins og í Austurríki, Danmörku, Svíþjóð og Bandaríkjunum.

Verkin eru sumarleg eins og heiti sýningarinnar ber með sér. Þau koma gestum þægilega á óvart eins og mildur sumarþeyr eftir rysjóttan vetur. Sumartema þeirra er sterkt og umvefjandi. Hver listamaður sér sumarið með sínum hætti en allir eiga þeir það sameiginlegt að yfir því í verkum þeirra er eins og vera ber: birta og hlýja - og listaverkin kalla fram sumarið í sálu þess sem virðir þau fyrir sér. 

Sumarið hefur kannski aldrei verið jafnkærkomið eins og nú eftir langan og strangan kórónuveiruvetur. Sól og sumar brosir við okkur öllum eins og hin fjölbreytilegu listaverk í Skálholti.

Sýningin stendur yfir til 15. ágúst og því gefst góður tími til að sækja Skálholt heim og skoða meðal annars sýninguna. Og fá sér kaffibolla – og kleinu. Það er sumar út af fyrir sig.

Kirkjan.is þakkar fyrir veturinn og segir aftur með bros á vör: Gleðilegt sumar!

hsh

Og hér eru tvö verk af sumarsýningunni - svo sannarlega sumarleg!


  • Menning

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju