Helgihaldið

24. apríl 2021

Helgihaldið

Yfir kórdyrum í Torfastaðakirkju í Biskupstungum - mynd: hsh

Kirkjan.is vill hvetja lesendur sína til að gefa gaum að því að enda þótt streymt sé víða frá helgihaldi þá eru einnig hafðar um hönd venjubundnar guðsþjónustur inni í kirkjunum með vissum skilyrðum.

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, dró þau skilyrði skýrt fram í bréfi sem sent var út í gær til presta, djákna, organista, sóknarnefnda og útfararstjóra. Þar er vakin athygli á allt að 100 manns sé leyfilegt að vera við kirkjulegar athafnir gegn því að ákveðnum skilyrðum sé fullnægt eins og að:

...allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum.
...allir gestir séu skráðir, a.m.k. nafn, kennitala og símanúmer. Skráin skal varðveitt í tvær vikur og eytt að þeim tíma liðnum.
...allir gestir noti andlitsgrímu nema þegar neytt er drykkjar- eða neysluvöru.
...tryggð sé að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1 metri.

Skilyrðin eru fleiri og eiga augljóslega ekki öll við um kirkjulegar athafnir en þau má sjá hér í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins.

Kirkjan.is gerði lauslega könnun í morgun á hvar guðsþjónustur yrðu með venjulegum hætti á morgun og kom í ljós að það er mjög víða. Lesendur eru hvattir til að huga að heimasíðum sóknarkirkna sinna eða Feisbókarsíðum.

Augljóst er að hinar stærri kirkjur geta betur uppfyllt þau skilyrði sem sett eru heldur en þær sem minni eru.

Útvarpsguðsþjónustan á Rás 1 á morgun er frá Bessastaðakirkju. Venju samkvæmt hefst hún kl. 11.00. Það er séra Hans Guðberg Alfreðsson, prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi, sem þjónar fyrir altari og prédikar. Ástvaldur Traustason leikur á orgelið og Álftaneskórinn syngur. Ritningalestur og bæn er í höndum þeirra Margrétar Gunnarsdóttur, djákna, og Margrétar Eggertsdóttur.

hsh

Messudálkur Moggans er fínn en segir þó ekki alla söguna - víðar er messað en þar er greint frá. Og glæsilegar eru ljósmyndir sr. Sigurðar Ægissonar, sem jafnan fylgja dálknum en þó ekki alltaf (skjáskot)


  • Covid-19

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Trúin

  • Biskup

garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall
Skálholtshátíð 2.jpg - mynd

Skálholtshátíð kallar með gleði í tali, göngu og tónum

18. júl. 2025
Framundan er þétt og glæsileg dagskrá Skálholtshátíðar sem stendur fram á sunnudag.