Sr. Hildur Björk ráðin

26. apríl 2021

Sr. Hildur Björk ráðin

Sr. Hildur Björk Hörpudóttir

Umsóknarfrestur um Reykholtsprestakall, Vesturlandsprófastsdæmi, rann út 25. febrúar s.l.

Auglýst var eftir sóknarpresti til þjónustu og miðað við að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að ákvörðunum um ráðningu lægi fyrir.

Kjörnefnd kaus í gær sr. Hildi Björk Hörpudóttur til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hennar.

Nýi presturinn
Sr. Hildur Björk Hörpudóttir er fædd í Reykjavík 1980. Hún starfar nú sem sviðsstjóri fræðslusviðs Biskupsstofu.

Sr. Hildur Björk lauk mag. theol.-prófi frá Háskóla Íslands 2015, MA-gráðu í praktískri guðfræði frá sama skóla árið 2017. Hún lauk námi 2019 frá Clifford College í „Familiy Ministry.“ Jafnframt er hún með kennsluréttindi og meistarapróf í mannauðsstjórnun. Hún er einnig með próf í sáttamiðlun, áfallafræðum, og hefur réttindi sem alþjóðlegur jógakennari. Margvíslegrar annarrar menntunar hefur hún aflað sér og verður það ekki rakið hér frekar.

Sr. Hildur Björk hefur marghátta starfsreynslu á sviði félags, kirkju- og mannúðarmála. Hún hefur meðal annars verið formaður Jafnréttisnefndar þjóðkirkjunnar, átt sæti í stjórn Félags prestvígðra kvenna, setið í stjórn Skálholtsútgáfunnar og verið aðalmaður í stjórn Verndar, félags um fangahjálp.

Hildur Björk var vígð hinn 7. febrúar 2016 til þjónustu í Reykhólaprestakalli og var þar sóknarprestur frá 2016-2019.

Sr. Hildur Björk á fimm börn.

Prestakallið
Í Reykholtsprestakalli eru sex sóknir; Bæjarsókn, Fitjasókn, Hvanneyrarsókn, Lundarsókn, Reykholtssókn og Síðumúlasókn.

Þann 1. desember 2019 var heildarfjöldi íbúa í prestakallinu 988 talsins.

Reykholtsprestakall er í Vesturlandsprófastsdæmi, sem í eru níu prestaköll.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu, þ.á.m. vegna umsýslu jarðarinnar Reykholts, svo og við önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Prestsetur er í Reykholti og þar með er búsetuskylda þar.

Prestakallið var auglýst með þeim fyrirvara að vera mætti að biskupafundur legði tillögur fyrir kirkjuþing er snertu m.a. Reykholtsprestakall og sem kynnu að leiða til breytinga á skipan prestakalla í prófastsdæminu, hljóti þær samþykki kirkjuþings.

hsh

  • Frétt

  • Kosningar

  • Safnaðarstarf

  • Starf

  • Biskup

Í Akraneskirkju - mynd: hsh

Auglýst eftir presti

12. maí 2021
Garða- og Saurbæjarprestakall
Hjálparstarf kirkjunnar rekur Skjólið

Starfið gengur vel

11. maí 2021
...konurnar ánægðar í Skjólinu
Hafnarfjarðarkirkja í gær: Frá vinstri: sr. Jón Helgi Þórarinsson, sr. Hans Guðberg Alfreðsson og sr. Jónína Ólafsdóttir - mynd: hsh

Innsetning

09. maí 2021
...hvað er nú það?