Erlend frétt: Tímamót

9. maí 2021

Erlend frétt: Tímamót

Anna-Nicole Heinrich, nýi þingforsetinn er aðeins 25 ára - Mynd: EKD

Á kirkjuþingi þýsku mótmælendakirkjunnar (EKD) var í gær kosinn nýr forseti. Telst það til tíðinda einkum fyrir þær sakir að fyrir valinu varð 25 ára háskólanemi, Anna-Nicole Heinrich, yngsti þingforseti í 25 ára sögu þingsins. Leggur hún stund á meistaranám í heimspeki og stafrænum hugvísindum. Var hún kjörin með 75 af 126 greiddum atkvæðum. Hún tók við af Irmgard Scwhaetzer, fv. þingkonu, sem hefur gegnt embættinu frá 2013 og er 54 árum eldri en eftirmaður hennar.

Nýi þingforsetinn, Anna-Nicole Heinrich, hefur verið áberandi í störfum þýska kirkjuþingsins undanfarin ár, fyrst sem fulltrúi ungs fólks á þinginu. Hún tekur við embættinu á flóknum tímum. Meðlimum í kirkjunni fækkar sífellt. Ef fram heldur sem horfir mun meðlimafjöldi kirkjunnar hafa minnkað um helming árið 2060 sem þýðir auðvitað gjörbreytingu á starfsumhverfi kirkjunnar.

Á Heinrich er engan bilbug að finna:
„Sem forseti kirkjuþings þýsku mótmælendakirkjunnar stend ég fyrir vonarríka, opna og raunsæja kirkju.“

Samkvæmt þýska ríkisfjölmiðlinum ARD hefur hinn nýkjörni þingforseti lagt áherslu á að mótmælendakirkjan bjóði upp á heimkynni fyrir „trúarlega heimilislaust“ fólk og að það felist ekki endilega í tæknivæðingu, uppfærslu á guðsþjónustuforminu eða „töff“ predikunum né sé það spurning um aldur. Slík kirkja dragi sig ekki inni í skelina, staðni ekki í hefðum, einangri sig ekki heldur bjóði upp á samfélag og samhengi fyrir fólk af ólíkum toga. Sjálf kemur Heinrich úr fjölskyldu sem ekki er kristin en í kirkjustarfinu hafi hún kynnst safnaðarlífi sem heillaði hana og kallaði til verka.

Sjá nánar: EKD – Evangelische Kirche in Deutschland.

EKD/hsh
  • Frétt

  • Kosningar

  • Menning

  • Samfélag

  • Erlend frétt

garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall
Skálholtshátíð 2.jpg - mynd

Skálholtshátíð kallar með gleði í tali, göngu og tónum

18. júl. 2025
Framundan er þétt og glæsileg dagskrá Skálholtshátíðar sem stendur fram á sunnudag.