Kirkjuþing unga fólksins

15. maí 2021

Kirkjuþing unga fólksins

Grensáskirkja - steindir gluggar eftir Leif Breiðfjörð prýða kirkjuna

Kirkjuþing unga fólksins var sett í gær við hátíðlega athöfn í Grensáskirkju. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sá um stutta helgistund í upphafi og að því búnu setti Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, þingið.

Berglind Hönnudóttir var kjörin þingforseti og varforsetar eru þær Sóley Adda Egilsdóttir og Aldís Elva Sveinsdóttir.

Þingstörf hefjast núna kl. 10.00 og eru sex mál á dagskrá. Umræður fara fram um málin, síðan nefndarstörf og afgreiðsla málanna.

Meðal mála sem lögð eru fram á kirkjuþingi unga fólksins er tillaga til ályktunar um að öll myndbirting af börnum verði með öllu óheimil. Einnig þingsályktunartillaga þar sem skorað er á biskupsembættið að gera samning við Fossvogsprestakall um að opnuð verði æskulýðsmiðstöð í Grensáskirkju. Nánar má lesa um málin hér.

Kirkjuþing unga fólksins starfar eftir starfsreglum sem kirkjuþing setti. Það er biskup Íslands sem kallar þingið saman í samráði við forseta kirkjuþings.

Dagskráin þingsins í dag, 15. maí

10.00 Morgunhressing og helgistund
10.30 Flutningur mála
11.00 Umræður um mál
11.45 Fyrirspurnir til Biskups
12.00 Hádegismatur
13.00 Umræður um mál og nefndarstörf
14.30 Kaffihlé
15.00 Flutningur mála og atkvæðagreiðsla
15.45 Þingslit, kaka og kveðjustund

hsh

  • Biskup

  • Frétt

  • Leikmenn

  • Menning

  • Samfélag

  • Þing

  • Æskulýðsmál

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju