Guðrún Kr. Þórsdóttir, djákni, kvödd

19. maí 2021

Guðrún Kr. Þórsdóttir, djákni, kvödd

Guðrún Kr. Þórsdóttir, 1950-2021

Guðrún Kristín Þórsdóttir, djákni, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi hinn 11. maí s.l. Hún var fædd 6. janúar 1950 og foreldrar hennar voru þau Þór Skaftason, yfirvélstjóri og Sigríður Þorsteinsdóttir, sjúkraliði. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Páll Þorsteinsson, fyrrum héraðsdómari. Þau áttu þrjú börn, Þór Elfar, Pálínu Mjöll og Guðrúnu Huldu.

Guðrún var við lýðháskólanám í Danmörku 1967 og lauk síðan sjúkraliðaprófi 1982 frá Sjúkraliðaskóla Íslands. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1990. Síðan tók hún B.A.- gráðu í sálarfræði frá félagsvísindadeild Háskóla Íslands árið 1993. Hún útskrifaðist svo úr djáknanámi frá guðfræðideild árið 1998. Árið 2007 lauk Guðrún menntun í hugrænum atferlisfræðum frá Endurmenntun H.Í. Þá lauk hún leiðsögunámi á háskólastigi frá sömu stofnun árið 2011.

Guðrún var vígð til djákna í Dómkirkjunni í Reykjavík 1999 til þjónustu í Áskirkju. Hún þjónaði sömuleiðis í Laugarneskirkju, í Hátúni og hjá Félagi aðstandenda Alzheimersjúklinga.

Starfsreynsla Guðrúnar var víðtæk.

Hún starfaði sem sjúkraliði við barnadeild Landakots 1982-1986 og var forstöðumaður Foldabæjar í Grafarvogi.

Guðrún setti m.a. á stofn og rak stoðbýli fyrir minnissjúka og var framkvæmdastjóri Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimersjúklinga. Hún sá til dæmis um mannræktarstarf 12 spora vinnunnar í tólf ár og kom auk þess að mörgum verkefnum innan sem utan þjóðkirkjunnar, ráðstefnum, þingum og fundum. Um tíma var hún formaður Djáknafélags Íslands. Hún var farsæll djákni í víðtækri þjónustu og vel af henni látið enda dugnaðarforkur og umhyggjusöm.

Guðrún Kr. Þórsdóttir, djákni, er kvödd með virðingu og þökk. Guð blessi minningu hennar.

hsh


  • Samfélag

  • Trúin

  • Frétt

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.