Græna leiðin

25. maí 2021

Græna leiðin

Viðurkenningin afhent. Frá vinstri: Axel Njarðvík, kirkjuráðsmaður, sr. Stefanía Steinsdóttir, sr. Halldór Reynisson, verkefnastjóri umhverfismála þjóðkirkjunnar, og sr. Sindri Geir Óskarsson.

Sumarið vekur alla til vitundar um umhverfið og áhrif þess á mannfólkið. Kannski þarf ekki að spyrja um áhrif fólks á umhverfið – þau eru öllum ljós.

En sumarið, fallegt og langþráð, og umhverfið minnir á umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar. Og grænu kirkjuna, grænu leiðina.

Til að hljóta viðurkenninguna kirkja á grænni leið þurfa söfnuðir að uppfylla a.m.k. átta atriði af fjörutíu á gátlista umhverfisstarfs þjóðkirkjunnar sem ber heitið Græni söfnuðurinn okkar.

Fyrir nokkru tóku prestar Glerárkirkju við viðurkenningu frá umhverfisnefnd þjóðkirkjunnar en söfnuðurinn er nú kominn á græna leið.

Hvað þýðir það?

Viðkomandi söfnuður þarf að tileinka sér umhverfsstefnu þjóðkirjkunnar. Söfnuðurinn þarf að spyrja sig hvar hann geti komið að umhverfisvænum innkaupum í öllum rekstri sínum. Þetta nær líka til alls starfsins í kirkjunum, boðunar og fræðslu. Með því móti getur söfnuðurinn gengið í takt við samfélag sitt.

Hvað er grænn söfnuðu?

Það eru 263 sóknir (söfnuðir) í landinu og þær eru misfjölmennar.

Nú hafa 15 sóknir hafið hina grænu vegferð og tvær þeirra eru komnar í mark, eru græn kirkja. Enn er augljóslega langt í land og nú verða sóknir að taka sig á. Að auki er Biskupsstofa á grænni leið, ein af starfsstöðvum kirkjunnar, eins og sagt er.

Þessar sóknir hafa náð í mark: Árbæjarsókn og Grafarvogssókn.

Þessar eru á grænni leið:

Bessastaðasókn
Breiðholtssókn
Digranessókn
Glerársókn
Hallgrímssókn
Háteigssókn
Hjallasókn
Keflavíkursókn
Kópavogssókn
Langholtssókn
Lágafellssókn
Nessókn
Kópavogssókn
Selfosssókn
Vídalínssókn

Biskupsstofa.

Kirkjuþing og umhverfismálin

Lýsa ber yfir viðbragðsástandi í loftslagsmálum
Orkuskipti í samgöngumálum á vegum starfsfólks kirkjunnar
Umhirða jarða þjóðkirkjunnar

hsh

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Umhverfismál

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju