Málefni hælisleitenda

30. maí 2021

Málefni hælisleitenda

Mótmæli við Alþingishúsið vegna flóttafólks og hælisleitenda - mótmælendur slógu upp tjaldi í þetta sinn - mynd: hsh

Héraðsfundir eru aðalfundir prófastsdæmanna og þar koma mörg mál kirkju og samfélags til umræðu og ályktunar.

Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra haldinn 26. maí í Seltjarnarneskirkju og héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra haldinn degi síðar, 27. maí, í Breiðholtskirkju, samþykktu báðir tillögu um málefni hælisleitenda þar sem þeir fordæma: 

...þá ákvörðun Útlendingastofnunar að setja hælisleitendum sem vísa á úr landi og neita að fara í PCR próf þá afarkosti að neita þeim um húsaskjól og fæðispeninga. Það er verulega ámælisvert að íslensk stjórnvöld neyti aflsmunar og geri fólk vísvitandi að útigangsfólki í samfélagi sem vill hafa kristin gildi og mannréttindi að leiðarljósi. Eins er það óásættanlegt að fólk skuli vera sent aftur í aðstæður í Grikklandi sem eru á engan hátt öruggar, eins og margar alþjóðlegar skýrslur vitna um, og að eina val fólks sé í raun í hvaða landi það vilji vera á vergangi.

Meðfylgjandi er tilvitnun í orð Frelsarans:

Því hungraður var ég en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég en þér gáfuð mér ekki að drekka, 43 gestur var ég en þér hýstuð mig ekki, nakinn en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi en ekki vitjuðuð þér            mín. Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. (Matt. 25:42-43,45)

Þess má geta að kirkjuþing hefur fjallað um málefni flóttamanna og samþykkt þingsályktunartillögur um þau, sjá til dæmis mál nr. 26. Sjá einnig tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu þjóðkirkjunnar í málum fólks á flótta og umsækjenda um alþjóðlega vernd.

hsh

  • Frétt

  • Fundur

  • Leikmenn

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Trúin

  • Ályktun

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju