Vísitasía í myndum

4. júní 2021

Vísitasía í myndum

Helgafellskirkja - flaggað fyrir biskupnum yfir Íslandi þegar hann kemur til að vísitera - mynd: Þorvaldur Víðisson

Seinni dagur vísitasíu biskups Íslands, sr. Agnesar M. Sigurðardóttur, í Stykkishólmsprestakalli fór fram þriðjudaginn 1. júní s.l.

Í för með biskupi voru sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari, sr. Gunnar Eiríkur Hauksson, sóknarprestur og prófasturinn sr. Þorbjörn Hlynur Árnason.

Leikskólinn í Stykkishólmi var heimsóttur og tekið var vel á móti gestunum. Spjallað var við stjórnendur og börn.


Leikskólinn hefur gert umhverfissáttmála


Sigrún Þórsteinsdóttir, leikskólastjóri, ræðir við biskup

Fastur liður í vísitasíum er kirknaskoðun og tekur hún oft tíma. Skoðunin er færð til bókar í sérstaka vísitasíubók. Rætt er við sóknarnefndarfólk um sitthvað er tengist kirkjustarfinu.

Helgafellskirkja var skoðuð. Kirkjan var smíðuð 1903 og hefur verið endurnýjuð að hluta. Hún er stórt timburhús með forkirkju og strýtuturni. Kirkjan er friðuð.

Í kirkjugarðinum er minningarmark um hinn kunna aflraunamann, Gunnar Salómonsson. Norðan við kirkjugarðinn er talið að Guðrúnar Ósvífursdóttur hvíli. 

Helgafellssókn er fámenn sókn.

Þegar gengið er á Helgafell er venja að ganga í þögn og ekki má líta aftur. Síðan þegar upp er komið á fólk að snúa sér í austur og óska sér einhvers. Svo mælir þjóðtrúin.


Helgafellskirkja er myndarlegt guðshús


Gömul altaristafla í Helgafellskirkju var gefin kirkjunni 1701 - er á sönglofti


Á sönglofti Helgafellskirkju er þessi bjalla frá 1547 með latneskri áletrun sem hljóðar svo á íslensku: Gef þú Drottinn frið á vorum dögum


Í Helgafellskirkjugarði er þetta minningarmark um þau sem urðu farsóttum að bráð fyrr á öldum


Steinnin er fallega lábarinn fjörusteinn

Þá var haldið að Narfeyrarkirkju á Skógarströnd. Hún var vígð 1899, tvær fyrri kirkjur á undan fuku af grunni. Kirkjan hvílir á steinhlöðnum sökkli sem er styrktur á suðurhlið með steinsteypu svo hún fjúki ekki. Kirkjan er friðuð. Narfeyrarsókn er fámenn sókn. Hér má heyra í klukkum kirkjunnar. 


Narfeyrarkirkja


Í Narfeyrarkirkju - frá vinstri sr. Gunnar Eiríkur, Sigurður Hreiðarsson, formaður sóknarnefndar, sr. Agnes, Kristín Teitsdóttir og sr. Þorbjörn Hlynur

Breiðabólsstaðarkirkja á Skógarströnd var vígð 1973. Þar hafði áður staðið kirkja sem brann til grunna tveimur árum áður. Breiðabólsstaðarsókn er einnig fámenn. Hér má heyra í klukkum  kirkjunnar. 


Breiðabólsstaðarkirkja á Skógarströnd


Í Breiðabólsstaðarkirkju - frá vinstri: Jón Zimsen, Jóel H. Jónasson, formaður sóknarnefndur, sr. Þorbjörn Hlynur, sr. Agnes og sr. Gunnar Eiríkur - kirkjubækur skoðaðar af athygli


Hefur dugað vel og lengi


Skrifa þarf í ýmsar bækur og votta þær - hér má rekja söguna allt til ársins 1917

Vísitasíunni verður svo framhaldið síðar og þá mun meðal annars Flateyrjarkirkja verða sótt heim.

hsh

Myndir: Þorvaldur Víðisson
  • Frétt

  • Heimsókn

  • Menning

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju