Aukakirkjuþing 2021

19. júní 2021

Aukakirkjuþing 2021

Aukakirkjuþing 2021 verður haldið í Katrínartúni 4 í þessum sal sem kallast Þingvellir - mynd: hsh

Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, hefur boðað til aukakirkjuþings í Katrínartúni 4, húsakynnum Biskupsstofu, mánudaginn 21. júní.

Þingfundur mun hefjast kl. 13.00. Þeir þingfulltrúar sem það kjósa geta setið fundinn í gegnum fjarfundabúnað. Streymt verður frá fundinum.

Dagskrá liggur ekki fyrir í aðalatriðum.

Kirkjuþing hefst með ritningarlestri og bæn sem biskup flytur. Síðan setur forseti þingið og að því búnu verður gengið til dagskrár.

Kynntur verður kjarasamningur Prestafélags Íslands og kjaranefndar þjóðkirkjunnar. 

Farið verður yfir nýju þjóðkirkjulögin sem taka gildi 1. júlí n.k.

Dr. Bjarni Snæbjörn Jónsson mun kynna stöðu stefnumótunarvinnunnar og skipulagsmála.

Þá mun fara fram umræða um fjármál þjóðkirkjunnar. 

Ráðgert er að þinginu ljúki síðdegis sama dag. 

Kirkjuþing mun svo koma saman í haust. 

hsh


  • Fundur

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Frétt

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.