Aukakirkjuþingi 2021 frestað

22. júní 2021

Aukakirkjuþingi 2021 frestað

Frá fundi aukakirkjuþings 2021 - Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings í ræðustól - mynd: hsh

Í gærkvöldi frestaði Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, aukakirkjuþingi 2021, til 27. ágúst n.k.

Fundarstörf hófust kl. 13.00 í gær og lauk um 20.30.

Nýgerður kjarasamningur milli Prestafélags Íslands og kjaranefndar þjóðkirkjunnar var lagður fyrir kirkjuþing og samþykktur.

Þá var samþykkt tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um starfskostnað vegna prestsþjónustu og prófastsstarfa.

Samþykkt var að nýráðningar hjá Þjóðkirkjunni-Biskupsstofu skyldu stöðvaðar timabundið eða til 1. nóvember n.k., og er það gert í ljósi fjárhagsstöðunnar.

Einnig var samþykkt að forseti kirkjuþings og formaður fjárhagsnefndar skyldu sitja fundi kirkjuráðs þegar fjármál væru til umræðu.

Á aukakirkjuþinginu kynnti dr. Bjarni Snæbjörn Jónsson vinnu í kringum stefnumótun þjóðkirkjunnar.

Kynningu á nýsamþykktun þjóðkirkjulögum var frestað fram í ágúst þegar aukakirkjuþing kemur aftur saman. Þá verður og farið í stefnumótunarvinnu.

hsh


  • Fundur

  • Menning

  • Samfélag

  • Þing

  • Frétt

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar