Vatnaskil í baráttu

26. júní 2021

Vatnaskil í baráttu

Innsigli biskups Íslands - á biskupsstól í Dómkirkjunni í Reykjavík - mynd: hsh

Í tilefni nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra sem gengur í gildi á morgun hefur starfandi biskup Íslands, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, skrifað prestum, djáknum, organistum, sóknarnefndum og útfararstjórum, bréf, þar sem meðal annars er fagnað afléttingu allra samkomutakmarkana. Þetta muni hafa mikil áhrif á alla starfsemi kirkjunnar.

Sr. Solveig Lára segir meðal annars í bréfinu að frá og með deginum í dag sé:

...því ekki lengur þörf fyrir skráningu þátttakenda í viðburðum, ekki þarf að gæta að skilyrðum um eins eða tveggja metra nándarmörk og grímuskylda hefur verið afnumin. Altarisgöngur eru því heimilar með frjálsri aðferð.

Þrátt fyrir þetta er vakin athygli á mikilvægi persónulegra og almennra sóttvarna við allt helgihald. 

hsh

  • Covid-19

  • Frétt

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Biskup

garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall
Skálholtshátíð 2.jpg - mynd

Skálholtshátíð kallar með gleði í tali, göngu og tónum

18. júl. 2025
Framundan er þétt og glæsileg dagskrá Skálholtshátíðar sem stendur fram á sunnudag.