Áfangi í höfn

27. júní 2021

Áfangi í höfn

Frá athöfninn í Dómkirkjunni - sjá nöfn í fréttinni. Mynd: Gyða Marín Bjarnadóttir

Síðastliðinn mánudag, 21. júní, var útskriftarathöfn nema úr starfsþjálfun þjóðkirkjunnar. Skilyrði prestsefna til að geta útskrifast er að hafa lokið mag. theol.-prófi og djáknaefna að hafa lokið BA-prófi eða viðbótar-diplómanámi.

Starfsþjálfun prests- og djáknaefna er í umsjón þjóðkirkjunnar.

Útskrift úr starfsþjálfun er mikilvægur áfangi og tímamót. Þau sem útskrifast munu mörg hver starfa fyrir þjóðkirkjuna í framtíðinni. 

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ávarpaði prests- og djáknaefni sem útskrifuðust og afhenti þeim skírteini sem vottar að þau hafi starfsgengi í kirkjunni. Að lokinni afhöfn var hinum útskrifuðu boði í biskupsgarð í léttan hádegisverð.

Þau útskrifuðust
Fremri röð frá vinstri: Hafdís Davíðsdóttir, prestsefni, Helga Bragadóttir, prestsefni, Guðbjörg Hulda Einarsdóttir, djáknaefni, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Heiða Björg Gústafsdóttir, djáknaefni, og Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni. Aftari röð frá vinstri: Árni Þór Þórsson, prestsefni, Ívar Valbergsson, djáknaefni, Kristján Ágúst Kjartansson, prestsefni, sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari. Á myndina vantar prestsefnin Gunnbjörgu Óladóttur, Hjördísi Perlu Rafnsdóttur, Stefaníu Bergdóttur og sr. Margréti Lilju Vilmundardóttur, sem vígðist fyrir nokkru.

Sjá hér þessu tengt.

hsh


Biskup talar til útskriftarnema

  • Frétt

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju