Fimmtán sóttu um

1. júlí 2021

Fimmtán sóttu um

Bústaðakirkja í Fossvogsprestakalli - mynd: hsh

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru eftir presti til þjónustu í Fossvogsprestakalli, í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Umsóknarfrestur rann út í fyrradag á miðnætti.

Alls sóttu fimmtán um og þar af óskuðu fimm nafnleyndar.

Árni Þór Þórsson, mag. theol.
Sr. Bolli Pétur Bollason
Sr. Bryndís Svavarsdóttir
Erna Kristín Stefánsdóttir, mag. theol.
Dr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkarhúsprestur
Hilmir Kolbeins, mag. theol.
Hjördís Perla Rafnsdóttir, mag. theol.
Kristján Ágúst Kjartansson, mag. theol.
Þorgeir Albert Elíeserson, mag. theol.
Sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari

Í auglýsingunni kom fram að miðað væri við að viðkomandi hæfi störf 1. september n.k.

Prestakallið
Fossvogsprestakall er myndað af tveimur sóknum, Bústaða- og Grensássókn. Í prestakallinu búa um 14.800 einstaklingar og tilheyra um 62% þeirra þjóðkirkjunni og skiptist u.þ.b. jafnt á milli sóknanna. Tvær kirkjur eru í prestakallinu, Bústaðakirkja og Grensáskirkja með myndarlegum safnaðarheimilum sem bjóða upp á góða starfsaðstöðu fyrir presta, starfsfólk og söfnuðinn.

Við prestakallið þjóna þrír prestar ásamt tveimur djáknum, organistum, kirkjukórum, messuþjónum og framkvæmdastjóra sem starfar með báðum kirkjum.

Einstaklingurinn verður einn þriggja presta sem munu skipta hlutverki sóknarprests á milli sín og er miðað við að skipt verði á tveggja ára fresti. Sá sem auglýst er eftir nú mun leiða starfið fyrstu tvö árin og þá verður skipt, eftir nánara skipulagi sem unnið er í samráði við prófast. Presturinn mun hafa aðstöðu í Bústaðakirkju.

Allar gildar umsóknir fara til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda, sbr. 5. og 6. gr. framangreindra starfsreglna um ráðningu í prestsstörf og starfslok. Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups.

Kjörnefnd Fossvogsprestakalls kýs prest úr hópi umsækjenda, að loknu valferli kjörnefndar, sbr. fyrrgreindar starfsreglur um ráðningu í prestsstörf og starfslok.

Fyrirvari
Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall. Ofangreind þjónusta var auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera mætti að biskupafundur legði tillögur fyrir kirkjuþing sem kynnu að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hljóti þær samþykki kirkjuþings.

hsh


  • Menning

  • Samfélag

  • Starf

  • Trúin

  • Umsókn

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju