Sumartónleikar í Skálholti

1. júlí 2021

Sumartónleikar í Skálholti

Í Skálholtsdómkirkju - æfing á fögrum degi - mynd: hsh

Sumartónleikar í Skálholti hófust í gær með hressilegum upptakti í samstarfi við Listaháskóla Íslands en í kvöld verða formlegir opnunartónleikar kl. 20.00.

Dagskrá Sumartónleika er fjölbreytileg og vönduð eins og ætíð hefur verið. 

Frá upphafi Sumartónleika hafa verið frumflutt hátt í 200 verk og á hverju sumri frá árinu 1986 hafa verið eitt eða fleiri staðartónskáld.

Staðartónskáldin að þessu sinni eru þau Haukur Tómasson og Eygló Höskuldsdóttir Viborg.

Tónleikarnir eru haldnir í Skálholtsdómkirkju og ekki er innheimtur aðgangseyrir en tekið er á móti frjálsum framlögum.

Í kvöld klukkan 20.00: Opnunartónleikar Sumartónleika í Skálholti
Á opnunartónleikum Sumartónleika 2021 munu Cauda Collective flytja fyrir okkur tvo strengjakvartetta eftir staðartónskáldin Hauk Tómasson og Eygló Höskuldsdóttir Viborg. Cauda Collective mun flétta dagskrána saman með nýjum útsetningum sínum á Þorlákstíðum. Hér mætir ný tónlist aldagamalli tónlist með nýrri túlkun.

Sumartónleikar í Skálholti standa til 11. júlí en þá verða lokatónleikar haldnir.

Lokatónleikar
Fjögur ný verk eftir staðartónskáldin Hauk Tómasson og Eygló Höskuldsdóttir Viborg verða flutt 11. júlí þau voru samin sérstaklega fyrir tilefnið og með hljómburð Skálholtskirkju í huga. Verkin flytja Svava Bernharðsdóttir víóluleikari, Rannveig Marta Sarc fiðluleikari, Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmóníkuleikari og Guðný Einarsdóttir orgelleikari.

Listrænir stjórnendur og framkvæmdastjórar Sumartónleika í Skálholti 2020 og 2021 eru þær Ásbjörg Jónsdóttir og Birgit Djupedal.

Ásbjörg og Birgit starfa báðar sjálfstætt sem tónskáld, flytjendur og kórstjórnendur. Þær vilja viðhalda og virða langa hefð Sumartónleika en einnig brydda upp á einhverjum nýjungum.

Allra sóttvarnareglna er gætt á Sumartónleikum í Skálholti svo sem vera ber.

hsh

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju