Orgelhljómar af Holtinu

2. júlí 2021

Orgelhljómar af Holtinu

Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti - mynd: hshSvo sannarlega er komið sumar þegar boðað er til Orgelsumarsins á Skólavörðuholti. Það hefst á morgun, laugardaginn 3. júlí og mun standa til 22. ágúst.

Það eru átta sprækir organistar sem setjast við hið magnaða Klais-orgel kirkjunnar og seyða fram tónana úr djúpinu. Þessir organistar koma víða að og margir þeirra eru nemendur listræns stjórnanda Orgelsumarsins, Björns Steinars Sólbergssonar, kantors. Svo vill til að hann verður sextugur á árinu og af því tilefni fékk hann fjölmarga nemendur sína til að setjast á orgelbekkinn í Hallgrímskirkju.

En það er ekki bara Orgelsumarið sem er í deiglunni heldur og orgelmaraþon sem verður haldið í kirkjunni á Menningarnótt.

Það er Tómas Guðni Eggertsson, organisti, sem mun ríða á vaðið, á Orgelsumrinu. Hann sest við orgelið á morgun á slaginu kl. 12.00 í hádeginu. Síðan tekur hver við af öðrum eins og sést hér á dagskránni. Nú er um að gera að merkja við það sem vekur áhuga hjá hverjum og einum og láta sig ekki vanta þá orgelpípurnar hefja upp raust sína.

Tónleikastjóri Orgelsumarsins er Guja Sandholt.

Verkin sem Tómas Guðni leikur
J.S.Bach: Pièce d’orgue BWV 572
J.S Bach: O Mensch, bewein' dein' Sünde groß BWV 622
César Franck: Kórall nr. 3 í a-moll.


Sjá nánar hér.

hsh

 

  

 


Klais-orgel Hallgrímskirkju

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Frétt

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar