Aukakirkjuþing 2021

8. júlí 2021

Aukakirkjuþing 2021

Bjalla kirkjuþings - gefin 1985

Í gær boðaði forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, til 2. fundar aukakirkjuþings 2021 í lok næsta mánaðar, eða þann 27. ágúst. Fundurinn verður í húsakynnum Biskupsstofu í Katrínartúni 4 og hefst kl. 10.00. Gert er ráð fyrir að honum ljúki samdægurs.

Fundum aukakirkjuþings 2021 var frestað 21. júní s.l. Fundarefni þessa aukafundar er stefnumótun þjóðkirkjunnar og framtíðarskipulag yfirstjórnar hennar.

Umræða hefur farið fram upp á síðkastið um stefnumótun þjóðkirkjunnar.

Á kirkjuþingi 2019 voru lagðar fram tillögur sem lutu að því að kirkjuþing samþykkti að hefja aftur vinnu við stefnumótun þjóðkirkjunnar
(Gerðir kirkjuþings 2019, bls. 76). Þessi mál voru sameinuð í eitt undir nafninu: Tillaga til þingsályktunar um undirbúning að stefnumótun fyrir þjóðkirkjuna. Með því var samþykkt að kirkjuráð hæfi undirbúningsvinnu að stefnumótun fyrir þjóðkirkjuna og ráðinn yrði utanaðkomandi aðili til að meta núverandi stöðu þjóðkirkjunnar varðandi skipulag, rekstur og stjórnsýslu. Kirkjuráð samþykkti svo í nóvemberbyrjun 2020 að fela dr. Bjarna Snæbirni Jónssyni að hefja undirbúning að stefnumótun fyrir þjóðkirkjuna. Í kjölfarið var skipaður stýrihópur stefnumótunarvinnu og í honum sitja auk dr. Bjarna Snæbjarnar, þau sr. Arna Grétarsdóttir, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Hreinn S. Hákonarson, og Þórður Sigurðarson. Með hópnum hefur starfað framkvæmdastjóri kirkjuráðs, Brynja Dögg Guðmundsóttir Briem. Hefur stýrihópurinn fundað hátt í þrjátíu sinnum og fjöldi kirkjufólks komið á fund hans.

Þá var haldinn í byrjun febrúar um hundrað manna fundur um stefnumótun þjóðkirkjunnar undir fyrirsögninni: Stefnumótunarfundur þjóðkirkjunnar.

hsh


  • Menning

  • Samfélag

  • Þing

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju