Jónas Þórir Þórisson, kvaddur

10. ágúst 2021

Jónas Þórir Þórisson, kvaddur

Jónas Þórir Þórisson 1944-2021

Jónas Þórir Þórisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, lést á Landspítala Íslands, 8. ágúst s.l.

Jónas Þórir var fæddur á Akureyri 7. ágúst 1944, sonur Jónasar Þóris Björnssonar, vélfræðings, og Huldu Stefánsdóttur, húsfreyju.

Eftirlifandi eiginkona Jónasar Þóris er Ingibjörg Ingvarsdóttir, kennari og kristniboði, og eignuðust þau sex börn: Huldu Björgu, Hönnu Rut, Hrönn, Höllu, Þóru Björk og Jónas Inga.

Jónas Þórir ólst upp á Akureyri, og gekk þar í skóla. Síðan hélt hann utan 1961-1962 til náms í Nebraska í Bandaríkjunum. Kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands lauk hann 1971. Hann stundaði nám við Biblíu- og kristniboðsskólann Fjellhaug í Ósló 1966-1967 en í honum bjó sterk þrá til að verða kristniboði. Þau hjónin héldu svo til Eþíópíu og voru þar kristniboðar frá 1973-1987. Auk kristniboðs í Eþíópíu var Jónas Þórir kvaddur til margvíslegra starfa fyrir lúthersku kirkjuna þar á tíma hungursneyðar og umbrota.

Hjálparstarf kirkjunnar réði Jónas Þóri árið 1990 sem framkvæmdastjóra en hann bjó af víðtækri reynslu á vettvangi neyðaraðstoðar og þróunarsamvinnu ásamt haldgóðri þekkingu á eðli starfsins og aðstæðum öllum í Afríku. Hann lét af starfi framkvæmdastjóra árið 2013 en fylgdist ætíð vel með starfinu eftir það og bar mikla umhyggju fyrir því.

Æviverk Jónasar Þóris var á sviði kristniboðs og hjálparstarfs. Hann var einkar ljúfur maður í samskiptum, raunsær og samviskusamur. Jónas Þórir var hógvær og yfirlætislaus maður og fólk sem kynntist honum áttaði sig fljótt á því að þar fór afburðamaður á sínu sviði. Samhliða sterkri persónulegri trú sem knúði hann áfram til verka var heilsteyptur hugur, glöggskyggni og einlægni. Þetta lagði grunn að farsæld Hjálparstarfs kirkjunnar sem Jónas Þórir tók við á umrótatíma og var strax augljóst að hann var réttur maður á réttum stað. Starfið tók miklum stakkaskiptum í tíð hans og efldist mjög. Það var gæfa þjóðkirkjunnar að fá hann til að stýra Hjálparstarfinu með trúfesti sinni og heilbrigðum metnaði.

Jónas Þórir Þórisson er kvaddur með virðingu og þökk. Guð blessi minningu hans.

hsh


  • Hjálparstarf

  • Samfélag

  • Trúin

  • Frétt

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði