Prestsvígsla

18. ágúst 2021

Prestsvígsla

Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, vígir á morgun, fimmtudaginn 19. ágúst, Gunnbjörgu Óladóttur, MA í guðfræði, til prestsþjónustu í Nord-Fron í Hamarbiskupsdæmi í Noregi með sérstakar skyldur við sóknirnar Kvam og Skåbu.

Vígslan fer fram í Dómkirkjunni og hefst hún kl. 18. 00.

Vígsluvottar eru sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Kristján Valur Ingólfsson og sr. Sigurður Jónsson.

Sr. Sigríður Guðmarsdóttir lýsir vígslu og sr. Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti.

Athöfnin er öllum opin.

hsh


  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Starf

  • Trúin

  • Biskup

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.