Prestsvígsla

18. ágúst 2021

Prestsvígsla

Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, vígir á morgun, fimmtudaginn 19. ágúst, Gunnbjörgu Óladóttur, MA í guðfræði, til prestsþjónustu í Nord-Fron í Hamarbiskupsdæmi í Noregi með sérstakar skyldur við sóknirnar Kvam og Skåbu.

Vígslan fer fram í Dómkirkjunni og hefst hún kl. 18. 00.

Vígsluvottar eru sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Kristján Valur Ingólfsson og sr. Sigurður Jónsson.

Sr. Sigríður Guðmarsdóttir lýsir vígslu og sr. Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti.

Athöfnin er öllum opin.

hsh


  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Starf

  • Trúin

  • Biskup

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir á biskupssofu

Fyrsti vinnudagurinn annasamur

01. júl. 2024
...hjá nýjum biskupi Íslands
For hope and future.jpg - mynd

Hjálparstarf Lútherska heimssambandsins gríðarlega mikilvægt

01. júl. 2024
...varaforseti skrifar um hjálparstarfið