Fundur kirkjuþings

27. ágúst 2021

Fundur kirkjuþings

Forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, í ræðustól

Framhaldsfundur aukakirkjuþings 2021 var settur í morgun í Grand Hotel í Reykjavík.

Dagskrá fundarins liggur fyrir. Þingið stendur yfir í dag og verður fundi síðan frestað. Kirkjuþing mun svo koma samn eftir um það bil tvær vikur.

Meginefni fundarins er mál nr. 7 sem er tillaga til þingsályktunar um stjórnskipan kirkjustjórnarinnar. Málið er flutt af forsætisnefnd kirkjuþings og framsögumaður þess er forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir.

Fundurinn hófst á bænagjörð sem biskup Íslands leiddi. Síðan minntist forseti kirkjuþings látinna fyrrum kirkjuþingsfulltrúa, þeirra sr. Sigurjóns Einarssonar (1928-2021) og Jóhanns E. Björnssonar (1935-2021).

Streymt  er frá fundinum.

hsh


  • Fundur

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Frétt

garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall
Skálholtshátíð 2.jpg - mynd

Skálholtshátíð kallar með gleði í tali, göngu og tónum

18. júl. 2025
Framundan er þétt og glæsileg dagskrá Skálholtshátíðar sem stendur fram á sunnudag.