Fundur kirkjuþings

27. ágúst 2021

Fundur kirkjuþings

Forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, í ræðustól

Framhaldsfundur aukakirkjuþings 2021 var settur í morgun í Grand Hotel í Reykjavík.

Dagskrá fundarins liggur fyrir. Þingið stendur yfir í dag og verður fundi síðan frestað. Kirkjuþing mun svo koma samn eftir um það bil tvær vikur.

Meginefni fundarins er mál nr. 7 sem er tillaga til þingsályktunar um stjórnskipan kirkjustjórnarinnar. Málið er flutt af forsætisnefnd kirkjuþings og framsögumaður þess er forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir.

Fundurinn hófst á bænagjörð sem biskup Íslands leiddi. Síðan minntist forseti kirkjuþings látinna fyrrum kirkjuþingsfulltrúa, þeirra sr. Sigurjóns Einarssonar (1928-2021) og Jóhanns E. Björnssonar (1935-2021).

Streymt  er frá fundinum.

hsh


  • Fundur

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Frétt

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.