Prestastefna á morgun

30. ágúst 2021

Prestastefna á morgun

Prestastefna 2016 - með hefðbundnu sniði - mynd: hsh

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur boðað til presta- og djáknastefnu sem sett verður á morgun, 31. ágúst kl. 18.00, í streymi. Búist er við að sú athöfn standi yfir í um klukkustund.

Þessi háttur er hafður á í ljósi kórónuveirufaraldursins en ekki þykir skynsamlegt að taka neina áhættu hvað smit snertir í þessum aðstæðum.

Í stað þess að allir prestar og djáknar komi saman mun biskup halda fund í hverju prófastsdæmi með þeim. Tímasetning er komin á fundi í nokkrum prófastsdæmum og er hún þessi:

Miðvikudagur 1. september 2021 verður samvera með prestum og djáknum í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra frá kl. 9.00 – 14.00.
Staður: Safnaðarheimili Bústaðakirkju.

Miðvikudagur 1. september 2021 verður samvera með prestum og djáknum í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra frá kl. 16. 00 – 21.00.
Staður: Safnaðarheimili Kópavogskirkju.

Fimmtudagur 2. september 2021 verður samvera með prestum og djáknum í Kjalarnessprófastsdæmi frá kl. 9.00 – 14.00.
Staður: Safnaðarheimili Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði.

Þriðjudaginn 21. september 2021 verður samvera með prestum og djáknum í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.
Staður: ?

Tímasetning í öðrum prófastsdæmum er óákveðin og verður tilkynnt síðar. 

Aðalmál prestastefnunnar verður umræða um drög að nýrri handbók en sú sem nú er í notkun kom út árið 1981. Hefur hún verið í endurskoðun um all langt skeið. Sérstakt vefsvæði verður opnað til þess að prestar og djáknar geti komið athugasemdum og ábendingum á framfæri. Stefnt er að því að aðkomu prestastefnu að handbókinni ljúki í nóvemberlok.

Í fyrra féll prestastefnan niður vegna kórónuveirufaraldursins.

hsh









  • Covid-19

  • Frétt

  • Fundur

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Þing

  • Trúin

  • Viðburður

  • Biskup

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar