Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga

10. september 2021

Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga

Ljós lífsins eru fjölbreytileg - kveikjum á kerti og setjum út í glugga í kvöld - mynd: hsh

Í dag er alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga.

Markmiðið með deginum er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Í tilefni dagsins verða samverustundir víðsvegar um landið.

Samverustund verður í dag í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 18.00. Þá verða um helgina minningarstundir í nokkrum kirkjum, eins og í Keflavíkurkirkju, Hveragerðiskirkju, Akureyrarkirkju, Húsavíkurkirkju og Egilsstaðakirkju. 

Stuðningur í kjölfar sjálfsvígs er mjög mikilvægur liður í sjálfsvígsforvörnum. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur samþykkt stuðning í kjölfar sjálfsvígs (e. postvention) sem mikilvægan lið í sjálfsvígsforvörnum.

Tvennt er nú viðurkennt sem mikilvægir þættir í sjálfsvígsforvörnum. Annars vegar forvarnir sem hafa það að markmiði að koma í veg fyrir sjálfsvíg, og hins vegar stuðningur við aðstandendur sem felst meðal annars í því að gæta sérstaklega að heilsu þeirra.

Á heimasíðu Alþjóðadags sjálfsvígsforvarna er fólk hvatt til að kveikja á kerti og setja út í glugga í kvöld, 10. september, kl. 20.00.

Ljós í glugga er til þess að:
minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi
styrkja fólk og gefa von andspænis sárum veruleika
sýna stuðning við forvarnir gegn sjálfsvígum

Eftirtaldir aðilar eru bakhjarlar alþjóðlega forvarnadags sjálfsvíga: Embætti landlæknis, Geðhjálp, Geðsvið Landspítala, Heilsugæslan, Minningarsjóður Orra Ómarssonar, Píeta-samtökin Rauði krossi Íslands, Sorgarmiðstöð og Þjóðkirkjan.

hsh
  • Fræðsla

  • Frétt

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Forvarnir

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju