Nýr biskupsritari

14. september 2021

Nýr biskupsritari

Pétur Georg Markan, tekur við starfi biskupsritara 1. október n.k. - mynd: hsh

Eins og kunnugt er var sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari, ráðinn prestur í Fossvogsprestakall fyrir skemmstu. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur ráðið nýjan biskupsritara, Pétur Georg Markan, samskiptastjóra Biskupsstofu. Mun hann taka við starfinu 1. október n.k.

Pétur Georg er fæddur 16. febrúar 1981 og lauk B.A.-prófi frá Háskóla Íslands árið 2006. Hann hefur starfað sem samskiptastjóri Biskupsstofu frá því í ágústmánuði 2019. Áður en hann kom til þeirra starfa var hann sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, ásamt því að leiða Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofu.

Pétur starfaði einnig sem verkefnastjóri á Markaðs- og samskiptasviði Háskóla Íslands. Auk var hann framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga.

Kona hans er sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, og eiga þau þrjú börn.

hsh


  • Frétt

  • Samfélag

  • Starf

  • Biskup

Framtíðar kirkjuleiðtogar

Leiklistarkennarinn lærði mikið af krökkunum

21. jan. 2025
...á Janúarnámskeiði ÆSKR
Seljakirkja í Breiðholti

Laust starf prests

21. jan. 2025
...við Seljaprestakall