List og kirkja: Trúarleg stef

19. september 2021

List og kirkja: Trúarleg stef

Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni og listakona, við málverk sitt Draumur, mynd: hsh

Þetta er önnur einkasýning Hólmfríðar Ólafsdóttur, djákna í Fossvogsprestakalli, og stendur hún yfir í Grensáskirkju. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum með skólafélögum sínum í Myndlistarskóla Kópavogs. Myndefni hennar er bæði kirkjulegt og veraldlegt. Myndir sem tengjast kristinni trú og íslensku landslagi.

Verkin sem Hólmfríður sýnir nú eru alls fimmtán að tölu. Hún reynir fyrir sér í nokkrum myndum með svokallaðri blandaðri tækni. Notar í því sambandi meðal annars blaðsíður úr gömlum Biblíum og þá mótar fyrir textanum á myndfletinum. Texti og mynd kallast á svo úr verður kröftug heild.

Kirkjan.is gekk með Hólmfríði um sýninguna. Hólmfríður er glaðlynd kona og hláturmild. Það er margt sem kallar á huga huga hennar og henni fellur ekki verk úr hendi. Hún sagði frá myndum sínum og hvernig verkin koma til hennar. „Ég er líka heppin að hafa þessa hæfileika, segir hún, og bætir því við að hún selji nánast allar myndir sínar. 

Hólmfríður segist yfirleitt vera nokkuð fljót að mála. Það er sem sé skjótfarin leið milli hugmyndar og veruleika á striganum. Hún málar heima hjá sér og er líka með vinnuaðstöðu hjá Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja. Maðurinn hennar er úr Eyjum og því eru þar hæg heimatökin. 

Hólmfríði er margt til lista lagt. Hún er ekki bara listmálari heldur er hún líka klæðskeri og vann við það í áratug. Hún hannar og býr til stólur og saumar ölbur.

Hún er Siglfirðingur og áhugi hennar á myndlist kom snemma fram. „Að mála er mín núvitund og fæ ég bæði útrás og ánægju af því að mála,“ segir hún..

Sýning Hólmfríðar er á opnunartíma kirkjunnar og stendur út októbermánuð.

Sjá nánar hér um Hólmfríði Ólafsdóttur  og list hennar. 

hsh


Fjallið, heitir þessi mynd - og fjallið er Hólshyrna á Siglufirði


Þessi mynd ber heitið María


Listakonan og djákninn við mynd sína, Frelsarinn

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju