Ný sókn á grænni leið

25. september 2021

Ný sókn á grænni leið

Inga Rut Hlöðversdóttir, formaður umhverfisnefndar Ástjarnarsóknar, tekur við viðurkenningarskjaldi úr hendi sr. Halldórs Reynissonar, nefndarmanns í umhverfisnefnd þjóðkirkjunnar - mynd: Ástjarnarkirkja

Nýlega bættist Ástjarnarsókn í Tjarnaprestakalli í hóp þeirra sókna sem eru á grænni leið. Þær eru þá 15 sóknirnar sem eru á grænni leið og fjórar sóknir hafa náð markinu og teljast grænar kirkjur. En betur má ef duga skal, sóknir á landinu eru margar!

Umhverfismál eru mál málanna og kirkjan leggur sérstaka áherslu á þau um þessar mundir. Þar er margt á döfinni eins og endurheimt votlendis, skógrækt og skírnarskógar.

Hvað er að vera á grænni leið?
Til að hljóta viðurkenninguna kirkja á grænni leið þurfa söfnuðir að uppfylla a.m.k. átta atriði af fjörutíu á gátlista umhverfisstarfs þjóðkirkjunnar sem ber heitið Græni söfnuðurinn okkar.

Hvað er græn kirkja?

Sóknarfólkið í Ástjarnasókn er samstíga um að koma sókninni sem fyrst í hóp hinna grænu kirkna. Nú verður farið vandlega yfir skrefin á grænu leiðinni og unnið hægt og bítandi að markinu. Þau eru ánægð að vera komin á þessa góðu leið, grænu leiðina.

Í Ástjarnarsókn er starfandi umhverfisnefnd en í henni eru: Inga Rut Hlöðversdóttir, formaður, Sigríður Sigurðardóttir, Helga Þórðardóttir, sr. Arnór Bjarki Blomsterberg og sr. Kjartan Jónsson.

Markmiðið að komast í hóp Grænna kirkna getur eflt safnaðarvitund og komið af stað jákvæðri umræðu um umhverfismálin sem eru ofarlega á blaði í allri umfjöllun samtímans. Kirkjan leitast við að taka þessi mál föstum tökum og vekja fólk til umhugsunar.

Fyrsta skrefið er tekið heima í sókninni, að rísa þar upp og feta grænu leiðina og koma sér svo í mark hinna grænu kirkna. Það geta allir.

Kirkjan og umhverfismálin:

Lýsa ber yfir viðbragðsástandi í loftslagsmálum
Orkuskipti í samgöngumálum á vegum starfsfólks kirkjunnar
Umhirða jarða þjóðkirkjunnar

hsh


Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg, fremstur á myndinni, tók sjálfu þegar Ástjarnarsókn fékk afhenta viðurkenningu fyrir að vera komin á græna leið. Frá vinstri: dr. Kjartan Jónsson, sóknarprestur, sr. Halldór Reynisson, frá umhverfisnefnd þjóðkirkjunnar, Inga Rut Hlöðversdóttir, formaður umhverfisnefndar Ástjarnarkirkju, Hermann Björn Erlingsson, sóknarnefndarmaður og Sigríður Sigurðardóttir, umverfisnefndar- og sóknarnefndarkona

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Umhverfismál

  • Umhverfismál og kirkja

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju