Trú og menning kl. 12.07

4. október 2021

Trú og menning kl. 12.07

Sjónarhorn í Hallgrímskirkju - mynd: hsh

Hallgrímskirkja er ein af höfuðkirkjum landsins. Þar er margt um að vera á hverjum degi og fjöldi fólks sem leggur leið sína í kirkjuna í ýmsum erindagjörðum.

Hallgrímskirkja hefur nú boðað til þriðjudagsfunda í hádeginu í Suðursal kirkjunnar, klukkan 12.07. Efnið er: Hvað er að gerast í guðfræði? Þar verður fjallað um ýmis málefni sem eru áhugaverð og spennandi.

Fyrsti fundurinn er á morgun en þá mun dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, fjallar um táknfræði kirkjubygginga og gengur um Hallgrímskirkju með viðstöddum og þá kemur margt áhugavert og óvænt í ljós. 

„Við munum halda fræðslunni áfram í nóvember,“ segir dr. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, „Í nóvember verður sorgarfræðsla og síðan alls konar guðfræði og trúarbragðafræðsla eftir áramót.“   

Dagskráin í október í Suðursal Hallgrímskirkju, hefst kl. 12.07

5. október
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson:
Augljóst en hulið
Kirkjur setja sterkan svip á borgir og bæi og fegurð þeirra hrífur marga. Hvernig á að skilja og túlka kirkjuhúsin og merkingu þeirra? Af hverju er skírnarfontur og prédikunarstóll nærri altarinu? Kirkjur er eins og texti sem þarf að lesa, skilja, skýra og túlka. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur, fjallar um táknfræði kirkjuhúsa og gengur um Hallgrímskirkju, bendir á hin kirkjulegu tákn og túlkar þau.
12. október 
Sr. Aldís Rut Gísladóttir: Orð skapa veruleika Hvernig er hægt að tala um og við Guð? Hvað eru bænir? Hver eru mörk tungumáls og málsnið í trúartúlkun nútímasamfélags? Guðsmynd okkar, skiptir hún máli? Um þetta efni skrifaði sr. Aldís Rut meistaraprófsritgerð sína. Hún er nú prestur Langholtssafnaðar í Reykjavík.
19. október
Dr. 
Jón Ásgeir Sigurvinsson: Ákall þjóðar og sáðkorn vonar - Þakkarsálmur Hiskía konungs er í 38. kafla þeirrar miklu og margbrotnu Jesajabókar í fyrri hluta Biblíunnar. Dr. Jón Ásgeir segir frá þessum mikilvæga sálmi og kenningum sínum um hann. Hann skrifaði doktorsritgerð sína um sálminn. Jón Ásgeir er héraðsprestur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra.
26. október 
Halldór Nikulás Lár: Íslenskt samfélag og íslam Hvernig tökum við á móti múslimum á Íslandi? Hafa múslimar í vestrænum samfélögum einangrast vegna rangrar fjölmenningarstefnu? Halldór heldur því fram að við verðum að endurskoða stefnu fjölmenningar svo að vestrænt og íslenskt samfélag einangri ekki fólk af öðrum en kristnum uppruna heldur tryggi möguleika á skapandi fjölmenningu. Halldór hefur lokið meistaragráðu í trúarbragðafræðum og er forstöðumaður Samtalsstöðvarinnar.

hsh
  • Guðfræði

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju