Hausttónar í Hallgrímskirkju

14. október 2021

Hausttónar í Hallgrímskirkju

Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju - mynd: Hrefna Harðardóttir

„Tónlistarstarfið fer vel af stað hér í kirkjunni,“ segir Björn Steinar Sólbergsson, tónlistarstjóri og organisti í Hallgrímskirkju, þegar kirkjan.is innir eftir stöðu mála. „Orgelsumarið gekk svo vel þegar á allt er litið að við vorum að hugsa um að hafa líka orgelvetur,“ segir hann léttur á brún.

Allt starfið í kirkjunni hefur lifnað við undanfarnar vikur og ferðamenn eru farnir að streyma aftur í kirkjuna að sögn hans. „Kirkjan er flaggskip í kirkjutónlist og númer eitt er að hugsa um helgihald, byggja upp kór og setja fram metnaðarfulla tónlistardagskrá,“ segir Björn Steinar.

„Tónleikaröðin Haust í Hallgrímskirkju er þegar farin af stað og hefur verið sótt vel,“ segir Björn Steinar. Næstu tónleikar verða siðbótardaginn 31. október en þá verða heiðurstónleikar í tilefni þess að Haukur Guðlaugsson, fyrrum söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, varð níræður á árinu. Síðustu tónleikarnir í Haust í Hallgrímskirkju verða 4. desember. „Þá tekur jólatónleikadagskrá við og jólaskapið ekki langt undan,“ segir Björn Steinar fullur bjartsýni.

„Það eru hádegistónleikar fyrsta laugardag í mánuði,“ segir hann og kveður það vera nýjung, „orgelið er þar í aðalhlutverki en önnur hljóðfæri koma við sögu og söngur. Þeir tónleikar hafa gengið í alla staði vel og verið vel sóttir.

„Svo er kominn kórstjóri að kirkjunni,“ segir Björn Steinar í lokin, „og það er Steinar Logi Helgason, fyrrverandi nemandi minn, sem fær að glíma við það skemmtilega starf.“ Hann sé ráðinn í hálft starf sem kórstjóri og verði gaman að sjá hvernig kórinn þróist en aðsókn í hann hafi verið mikil.

Starfið í Hallgrímskirkju er farið að færast í svipað horf og hjá flestum öðrum kirkjum eftir að kórónuveiran linaði tak sitt á samfélaginu. Enda horfa allir bjartsýnir til framtíðar.

hsh

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju