Djáknavígsla í Skálholti

15. nóvember 2021

Djáknavígsla í Skálholti

Frá vígslunni í gær: Fremst frá vinstri, sr. Kristján, vígslubiskup, Heiða Björg, djákni; efri röð frá vinstri: sr. Erla, sr. Fritz Már, sr. Hans Guðberg, Jóhanna María, djákni, og Elísabet, djákni - mynd: Skálholt

Í gær var kristniboðsdagurinn og það fór vel á því að djákni skyldi vera vígður í Skálholtsdómkirkju. Djáknar störfuðu í frumkirkjunni og er getið í Ritningunni.

Það var vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Björnsson, sem vígði djáknakandídatinn Heiðu Björgu Gústafsdóttur, til þjónustu við Keflavíkursöfnuð.

Sr. Hans Guðberg Alfreðsson, prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi, lýsti vígslu, en vígsluvottar voru auk hans, sr. Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Keflavík, sr. Fritz Már Jörgensson, prestur í Keflavíkursókn, Jóhanna María Eyjólfsdóttir, djákni Laugadalsprestakalli og Elísabet Gísladóttir, djákni í Sóltúni.

Jón Bjarnason lék á orgelið og Skálholtskórinn söng.

Heiða Björg er fædd 1978 og hóf störf í Keflavíkurkirkju 1. ágúst sl. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði. Um tíma starfaði hún á bráðadeild sem hjúkrunarfræðingur. Djáknanámi lauk hún 2020 og starfsþjálfun í Keflavíkurkirkju s.l. vor.

Verkefni Heiðu Bjargar í söfnuðinum verða af ýmsum toga.

Eiginmaður hennar er Garðar K. Vilhjálmsson og eru þau búsett í Reykjanesbæ.

hsh


Frá vígslunni í Skálholti - mynd: Hilmar Bragi

  • Menning

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Frétt

  • Vígslubiskup

  • Vígsla

garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall
Skálholtshátíð 2.jpg - mynd

Skálholtshátíð kallar með gleði í tali, göngu og tónum

18. júl. 2025
Framundan er þétt og glæsileg dagskrá Skálholtshátíðar sem stendur fram á sunnudag.