Kammerkór Seltjarnarneskirkju

8. desember 2021

Kammerkór Seltjarnarneskirkju

Kammerkór Seltjarnarneskirkju á góðri stundu

Enda þótt kórónuveiran hafi sett strik í reikninginn í samandi við tónleikahald þá hefur alls ekki öllum tónleikum verið aflýst. Þar sem hægt er að gæta fyllsta öryggis í samræmi við sóttvarnir er hugur í fólki og það fullt tilhlökkunar. Það á að sjálfsögðu við söngfólk og áheyrendur.

Aðventan er auðvitað sá tími að fólk nýtur þess að sækja tónleika og hlusta á jóla- og aðventulög. Það eru mjög víða kirkjukórar og almennir kórar tengdir kirkjustarfi sem standa fyrir fjölbreytilegum tónleikum og hafa mikla ánægju af því að flytja fólki jóla- og aðventutónlist. Sú tónlist er nefnilega alveg sérstök og lyftir sál og huga til góðra hæða!

Kammerkór Seltjarnarneskirkju hefur haldið jólatónleika svo árum skiptir. Kórinn er kunnur fyrir góðan söng og hressilega framgöngu. 

Hinir árlegu jólatónleikar Kammerkórs Seltjarnarneskirkju verða haldnir í kvöld, miðvikudaginn 8. desember, kl. 20.00 í Seltjarnarneskirkju. Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson, organisti Seltjarnarneskirkju.

Á efnisskránni verða fjölbreytt tónlistaratriði frá ýmsum tímabilum til jóladægurlaga, m.a. fjörug og falleg jólalög. Kórfélagar munu leika á hljóðfæri og syngja einir eða með öðrum.

Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.

Grímuskylda og kirkjunni skipt í tvö hólf.

Seltjarnarneskirkja.

hsh

 

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Frétt

Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn
IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.