Sorgin og jólin

8. desember 2021

Sorgin og jólin

Bústaðakirkja - altarið er einstaklega tígulegt með steindum glugga sínum og milt - mynd: hsh

Sr. Vigfús Bjarni Albertsson, forstöðumaður Fjölskyldu- og sálgæsluþjónustu kirkjunnar og fyrrum sjúkrahúsprestur, mun flytja fyrirlestur um sorgina í aðdraganda jóla annað kvöld, 9. desember, kl. 20.00 í Bústaðakirkju í Fossvogsprestakalli.

Þjóðkirkjan hefur á að skipa í röðum sínum einvalaliði þegar kemur að faglegri ráðgjöf í viðkvæmum málum eins og sorginni. Þar er fremstur meðal jafninga sr. Vigfús Bjarni Albertsson. Hann hefur áratuga reynslu af sorgarvinnu af vettvangi Landspítalans og að því að leiðbeina og aðstoða einstaklinga og fjölskyldur í sorgarúrvinnslunni og getið sér einkar gott orð um að vera fær í þessum málum.

Gjarnan er sagt að jól séu fjölskylduhátíð og þá i þeirri merkingu að þau safna saman fjölskyldunni á hátíðarstund, stund samveru, hins besta matar, væntumþykju og gjafa.

Á jólum verður oft sárar og ljósar en áður í fjölskyldusamverunni það skarð sem stendur ófyllt þar sem einhver nákominn var, amma, afi, móðir, faðir og jafnvel systkin. Þá verður sorgin áþreifanlegri en áður og erfiðari og því er gott að vita hvernig bregðast skuli við þeim aðstæðum og taka utan um þær í heiðarleika og kærleika.

Óskað er eftir því að þau sem mæta framvísið neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi vegna Covid 19, við innganginn.

hsh


Sr. Vigfús Bjarni Albertsson


  • Menning

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Trúin

  • Frétt

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall