Hlaðvarp kirkjunnar

20. desember 2021

Hlaðvarp kirkjunnar

Þjóðkirkjan á góð tæki í höfuðstöðvum sínum fyrir hlaðvarpsupptökur - mynd: hsh

Nýr hlaðvarpsþáttur er farinn af stað á vef kirkjunnar, kirkjan.is. Hann fjallar um hátíðasöngva sr. Bjarna Þorsteinssonar, hvernig þeir urðu til og hvaða sess þeir skipa í helgihaldi jóla. Umjónarmaður er Arndís Björk Ásgeirsdóttir. Hér má hlýða á þáttinn um sr. Bjarna og hátíðasöngva hans. 

Þetta hlaðvarp er undanfari fleiri þátta sem sjá dagsins ljós á nýju ári og munu þeir taka fyrir nýja sálma. Arndís Björk mun sjá einnig um þá þætti. . 

Þá er hlaðvarpsþátturinn „Leiðin okkar allra,“ kominn inn á kirkjan.is.

Á heimasíðu kirkjunnar má einnig hlýða á hlaðvörp eins og Guðspjall sem er í umsjón þeirrar dr. Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur og sr. Sveins Valgeirssonar. Þar má og hlusta á fleiri eldri athyglisverða hlaðvarpsþætti úr ýmsum áttum.

Guðspjall - nýjasti hlaðvarpsþáttur þeirra dr. Arnþrúðar Steinunnar og sr. Sveins.

hsh


Skjáskot af heimasíðu þjóðkirkjunnar


Skjáskot af heimasíðu þjóðkirkjunnar


  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Frétt

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall