Hlaðvarp kirkjunnar

20. desember 2021

Hlaðvarp kirkjunnar

Þjóðkirkjan á góð tæki í höfuðstöðvum sínum fyrir hlaðvarpsupptökur - mynd: hsh

Nýr hlaðvarpsþáttur er farinn af stað á vef kirkjunnar, kirkjan.is. Hann fjallar um hátíðasöngva sr. Bjarna Þorsteinssonar, hvernig þeir urðu til og hvaða sess þeir skipa í helgihaldi jóla. Umjónarmaður er Arndís Björk Ásgeirsdóttir. Hér má hlýða á þáttinn um sr. Bjarna og hátíðasöngva hans. 

Þetta hlaðvarp er undanfari fleiri þátta sem sjá dagsins ljós á nýju ári og munu þeir taka fyrir nýja sálma. Arndís Björk mun sjá einnig um þá þætti. . 

Þá er hlaðvarpsþátturinn „Leiðin okkar allra,“ kominn inn á kirkjan.is.

Á heimasíðu kirkjunnar má einnig hlýða á hlaðvörp eins og Guðspjall sem er í umsjón þeirrar dr. Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur og sr. Sveins Valgeirssonar. Þar má og hlusta á fleiri eldri athyglisverða hlaðvarpsþætti úr ýmsum áttum.

Guðspjall - nýjasti hlaðvarpsþáttur þeirra dr. Arnþrúðar Steinunnar og sr. Sveins.

hsh


Skjáskot af heimasíðu þjóðkirkjunnar


Skjáskot af heimasíðu þjóðkirkjunnar


  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju