Helgihald um jól

23. desember 2021

Helgihald um jól

Þegar öll ljós loga á aðventukransinum eru jólin svo sannarlega á næsta leiti - mynd: hsh

Það fer ekki fram hjá neinum að kórónuveiran er orðin skæðari en jólakötturinn og gerir usla í öllum hornum er snúa að helgihaldi um jólahátíðina.

Kirkjan.is hvetur lesendur sína til að fylgjast með helgihaldi á Facebókar-síðum sókna sinna sem og heimasíðum. Þær eru ákveðinn lykill til að fleyta nýjustu upplýsingum til fólks og ná athygli þess. Þá skal og bent á messuauglýsingar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu - og sömuleiðis í héraðsfréttablöðum.

Víða verður streymt frá kirkjum, sumum er skipt í hólf, þá er og krafist neikvæðra niðurstaðna úr hraðprófi. Fólk er beðið um að koma í fyrra fallinu til kirkju svo unnt sé að fara yfir hraðprófsstaðfestingu. Svo má ekki gleyma grímunum. Sömuleiðis er fólk hvatt til að fylgjast með guðsþjónustum í útvarpi og sjónvarpi sem og með streymi kirkjuviðburða.

En á þetta skal sérstaklega minnst

Aftansöngur í Dómkirkjunni í Reykjavík á aðfangadag jóla kl. 18.00, Rás 1: Sr. Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar. Organisti og kórstjóri: Kári Þormar. Dómkórinn í Reykjavík syngur.

Aðfangadagur jóla kl. 22.00 á RÚV: Helgistund kirkjunnar í Garðakirkju á Álftanesi. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar, lesarar flytja ritningarlestra og bænir. Söngkvartett skipaður Jónu G. Kolbrúnardóttur, Kristínu Sveinsdóttur, Eggerti R. Kjartanssyni og Fjölni Ólafssyni flytur þekkta jólasálma. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir.

Jóladagur kl. 11.00 á Rás 1 – guðsþjónusta í Langholtskirkju: Biskup Íslands sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar. Organisti og kórstjóri: Magnús Ragnarsson. Kór Langholtskirkju Gradualekór Langholtskirkju, stjórnandi: Lilja Dögg Gunnarsdóttir. Einsöngur: Iðunn Helga Zimsen, Margrét Björk Daðadóttir og Hans Júlíus Þórðarson. Lesarar: Elmar Torfason og Sigríður Ásgeirsdóttir.

Jóladagur kl. 13.00 á RÚV: Hátíðarmessa í Langholtskirkju í Reykjavík. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. Lesarar eru úr röðum safnaðar Langholtskirkju. Gradualekór Langholtskirkju syngur. Organisti er Magnús Ragnarsson. Söngstjóri er Lilja Dögg Gunnarsdóttir. Messan er sýnd með táknmálstúlkun á RÚV2.

Jóladagur kl. 15.00 á N4 – guðsþjónusta í Hóladómkirkju. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Jóhann Bjarnason. Helga Rós Indriðadóttir syngur einsöng. Kór Hóladómkirkju syngur. Meðhjálpari og hringjari: sr. Gylfi Jónsson.

Annar dagur jóla kl. 11. 00 á Rás 1 – guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju: Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Organisti og kórstjóri: Miklós Dalmay, organisti. Kór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna syngur. Einleikur á fiðlu: Elísabet Anna Dudziak.

Hallgrímskirkja í Reykjavík

Streymt verður á netinu beint frá athöfnum í Hallgrímskirkju um jólin á heimasíðu kirkjunnar  og mbl.is. Aðeins 400 hundruð komast í hverja messu á aðfangadag og jóladag.

Á aðfangadag verður hægt að fylgjast með aftansöng klukkan sex og guðsþjónustu á jólanótt klukkan hálf tólf. Einnig verður streymt frá hátíðarguðsþjónustu jóladags klukkan tvö. Hægt verður að nálgast hlekk á athafnirnar með því að fara inn á heimasíðu Hallgrímskirkju. Einnig verður mbl.is með hlekk á streymið frá helgihaldinu í Hallgrímskirkju.

Um tvö þúsund manns sækja Hallgrímskirkju að jafnaði fyrstu jóladagana ár hvert. Vegna sóttvarna getur Hallgrímskirkja einungis tekið á móti takmörkuðum fjölda í kirkjuna yfir hátíðarnar að þessu sinni. Með streyminu er öllum boðið að vera með í jólamessunum hvar sem dvalið er um jólin, á Íslandi, Tenerife eða annarsstaðar í heiminum.

Á aðfangadag, í aftansöng og miðnæturmessu, auk hátíðarmessu á jóladag, þarf að framvísa neikvæðu hraðprófi við kirkjudyr og rúmast þá 400 manns í kirkjunni miðað við sóttvarnarreglur, 200 í hólfi.

Í fjölskylduguðþjónustu klukkan tvö annan dag jóla komast 100 en þá er ekki krafist hraðprófs.

Helgihald á Landspítalanum

Þá er rétt að minna á jólaguðsþjónustu í sjónvarpi Landspítala sem verður sjónvarpað um öll hús Landspítala (rás 53) á aðfangadag, jóladag og annan jóladag kl. 15.00 og kl. 21.00.

Einnig verður hægt að nálgast útsendinguna á vef Landspítala og Facebooksíðu á aðfangadag 24. desember 2021 eftir kl.15.00.

Við guðsþjónustuna þjóna:
Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sr. Gunnar Rúnar Matthíasson er flytur hugvekju, sr. Díana Ósk Óskarsdóttir, Dagbjört Eiríksdóttir, sr. Eysteinn Orri Gunnarsson, sr. Ingólfur Hartvigsson, Rósa Kristjánsdóttir, djákni, og sr. Sveinbjörg Katrín Pálsdóttir. Einsöngur: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir. Gítarleikur: Örn Arnarson. Kórsöngur: Félagar úr Kammerkór Hafnarfjarðar og organisti er Helgi Bragason.

hsh

 




  • Menning

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Viðburður

  • Vígslubiskup

  • Biskup

  • Fréttin er uppfærð

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju