Jólakveðja frá biskupi Íslands

24. desember 2021

Jólakveðja frá biskupi Íslands

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands - mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

María og Jósef fóru til Betlehem og þar fæddist drengurinn Jesús. Börn fæðast út um allan heim og eru aðstæður mæðranna misjafnar þegar þær fæða. Ég las að 5 börn fæddust á hverri sekúndu í heiminum öllum svo barnsfæðing er hversdagsleg nema fyrir foreldrana sem líta barnið sitt augum í fyrsta sinn og fá það í fangið. Þeirri reynslu er erfitt að lýsa með orðum.

Það er einstakt að sagan af fæðingu eins barns í Júda sem nú tilheyrir Ísrael skuli lifa mann fram af manni, vera rannsökuð af fræðimönnum í gegnum aldirnar og hafa æ síðan áhrif á líf fjölmargra einstaklinga um allan heim. Tímatal okkar miðast við fæðingu Jesú og árlega á dimmasta tíma ársins hér á landi minnumst við fæðingar hans sem sagðist síðar var ljós heimsins.

Hvað er það við þennan atburð, fæðingu þessa drengs, sem gerir hann svona þýðingarmikinn fyrir okkur í dag? Það er barnið sjálft, því í honum fæddist Guð sem maður, einn af okkur. Þannig veit Guð hvað það er að vera maður og þess vegna getum við treyst Guði og leiðsögn Guðs.

Jósef og María voru ekki konungborið fólk eða fólk af efri stigum. Þau voru alþýðufólk sem lifði sínu lífi í bænum Nasaret. Guð valdi Maríu til að ganga með hið nýja líf sem þroskaðist í líkama hennar til að fæðast fullskapað í þennan heim. Jólin er okkur áminning um að við öll erum dýrmæt í augum Guðs og skiptir kyn, litarháttur, stétt engu máli. Guð elskar okkur öll. Jólin eru hátíð allra jarðar barna.

Ég óska þér gleði og friðar á helgri hátíð og bið þér blessunar Guðs.

Agnes M. Sigurðardóttir,
biskup Íslands


  • Frétt

  • Menning

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Trúin

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju