Jólastund fjölskyldunnar

24. desember 2021

Jólastund fjölskyldunnar

Lindakirkja - skjáskot: kirkjan.is

Þegar kórónuveiran setur allt úrskeiðis er mikilvægt að vera hugmyndaríkur og láta ekki slá sig út af laginu.

Þau í Lindakirkju  hafa alltaf lagt mikið upp úr Jólastund fjölskyldunnar. Hún hefur verið vel sótt undanfarin ár. Á sjöunda hundrað manns komið enda dagskráin vönduð þar sem barnakórar hafa komið fram, helgileikur verið sýndur og margs konar jólasprell haft um hönd. Fjöldi fólks hefur komið að þessu því að ekkert gerist af sjálfu sér.

Í fyrra sendu þau frá sér Jólastund fjölskyldunnar í þáttarformi sem Þorleifur Einarsson, leikari, hafði veg og vanda af. Þar voru sálmar sungnir af barnakór og gospelkór Lindakirkju. Jólaboðskapurinn fluttur, prestarnir með hugleiðingar á sínum stað; helgileikur sviðsettur og svo leit sjálfur jólasveinninn við – hvað annað?

Þetta var þátturinn í fyrra.

Nú er nýr þáttur. Og ekki síðri! Kominn í loftið. Núna á aðfangadagsmorgni!

Þar er Þorleifur leikari Einarsson enn á ferð sem höfundur og kvikmyndagerðarmaðurinn. Í hóp þeirra sr. Guðmundar Karls Brynjarssonar, sr. Guðna Más Harðarsonar, Regínu Óskar, sunnudagaskólakennara, Óskars Einarssonar, bætist við sr. Dís Gylfadóttir. Já, svo Nebbi, sem börnin þekkja úr sunnudagaskólanum. Og fleiri og fleiri.

Opnið heimasíðu Lindakirkju. Þar er vandað og sígilt efni sem er frábær afrakstur þess að snúa á kórónuveiruna og senda hana í jólaköttinn.

hsh


  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju