Allt helgihald fellt niður

27. desember 2021

Allt helgihald fellt niður

Altaristafla Víðistaðakirkju í Hafnarfirði eftir Baltasar - mynd: hsh

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur tekið þá ákvörðun að allt helgihald í kirkjum landsins um áramótin sem og öðrum stöðum, verði fellt niður í ljósi hinnar hröðu útbreiðslu veirunnar og vaxandi fjölda smitaðra.
Biskup bendir fólki að huga að streymi frá sóknarkirkjum sem og helgihaldi sem verður útvarpað á Rás 1.

Rás 1
Gamlársdagur kl. 18.00: Aftansöngur í Hallgrímskirkju í Reykjavík: Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Kórstjóri: Steinar Logi Helgason. Kór Hallgrímskirkju syngur.

Nýársdagur kl. 11. 00 – Dómkirkjan í Reykjavík: Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Sr. Elínborg Sturludóttir og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari. Organisti: Kári Þormar. Kór Dómkirkjunnar syngur.

Sunnudagurinn 2. janúar, kl. 11. 00 - Áskirkja: Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altar ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur, djáknai. Organisti: Bjartur Logi Guðnason. Kór Áskirkju syngur.

Þetta eru önnur áramótin sem fólki gefst ekki kostur á að sækja kirkju. En hægt er að fylgjast með helgihaldi  í gegnum streymi frá kirkjunum og í útvarpi. 

Heimasíður og Facebókarsíður kirknanna veita nánari upplýsingar um hvenær streymt verður og með hvaða hætti. 

hsh


  • Covid-19

  • Messa

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Biskup

  • Fréttin er uppfærð

logo.jpg - mynd

Biskupsstofa lokuð í dag

08. sep. 2025
Lokað er vegna útfarar sr. Gylfa Jónssonar
Sr. Gylfi Jónsson

Andlát

02. sep. 2025
Sr. Gylfi Jónsson er látinn.
Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður