Allt helgihald fellt niður

27. desember 2021

Allt helgihald fellt niður

Altaristafla Víðistaðakirkju í Hafnarfirði eftir Baltasar - mynd: hsh

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur tekið þá ákvörðun að allt helgihald í kirkjum landsins um áramótin sem og öðrum stöðum, verði fellt niður í ljósi hinnar hröðu útbreiðslu veirunnar og vaxandi fjölda smitaðra.
Biskup bendir fólki að huga að streymi frá sóknarkirkjum sem og helgihaldi sem verður útvarpað á Rás 1.

Rás 1
Gamlársdagur kl. 18.00: Aftansöngur í Hallgrímskirkju í Reykjavík: Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Kórstjóri: Steinar Logi Helgason. Kór Hallgrímskirkju syngur.

Nýársdagur kl. 11. 00 – Dómkirkjan í Reykjavík: Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Sr. Elínborg Sturludóttir og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari. Organisti: Kári Þormar. Kór Dómkirkjunnar syngur.

Sunnudagurinn 2. janúar, kl. 11. 00 - Áskirkja: Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altar ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur, djáknai. Organisti: Bjartur Logi Guðnason. Kór Áskirkju syngur.

Þetta eru önnur áramótin sem fólki gefst ekki kostur á að sækja kirkju. En hægt er að fylgjast með helgihaldi  í gegnum streymi frá kirkjunum og í útvarpi. 

Heimasíður og Facebókarsíður kirknanna veita nánari upplýsingar um hvenær streymt verður og með hvaða hætti. 

hsh


  • Covid-19

  • Messa

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Biskup

  • Fréttin er uppfærð

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.